Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. desember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Æfð viðbrögð við heimsfaraldri

Í liðinni viku voru æfð viðbrögð við hugsanlegum heimsfaraldri inflúensu í Samhæfingarstöðinni í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð. Æfingin var liður í viðbúnaði ESB og EFTA ríkjanna og haldinn samtímis í tvo daga í aðildarríkjunum. Var æfingunni stjórnað af Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnalæknis. Er það í samræmi við samþykktir ríkisstjórnarinnar um viðbrögð við vá af þessu tagi. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Flugmálastjórnar, Rauða krossins, Vegagerðarinnar, og heilbrigðisstofnanir tóku einnig þátt í viðbragðsæfingunni. Eftir er að meta þá reynslu sem fékkst við æfinguna en það verður gert á vettvangi samstarfs þjóðanna sem stóðu að henni. Reynslan af æfingunni innlands verður einnig metin, en af hálfu þeirra sem stjórnuðu henni hefur komið fram að hún þótti takast mjög vel. Samstarf stofnana innanlands þótti til fyrirmyndar og var unnið fagmannlega að öllum aðgerðum á æfingunni og þeim hrundið í framkvæmd innan þeirra tímamarka sem sett voru.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum