Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. janúar 2006 Dómsmálaráðuneytið

Umboðsmaður alþingis gerir ekki athugasemdir við skipun yfirlögregluþjóns

Umboðsmaður alþingis hefur svarað kvörtun lögreglumanns vegna skipunar yfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins á Seyðisfirði. Umboðsmanni þótti ekki tilefni til athugasemda við ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra.

Fréttatilkynning
2/2006

Umboðsmaður alþingis hefur svarað kvörtun lögreglumanns sem kvartaði yfir ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra um skipun yfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins á Seyðisfirði. Í kvörtuninni var því haldið fram að ákvörðun ráðherra hefði farið gegn bæði jafnræðisreglu stjórnarskrár og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga auk þess sem því var haldið fram að rökstuðningur ráðherra hefði ekki verið í samræmi við efni stjórnsýslulaga. Í áliti sínu tók umboðsmaður ekki undir þessi sjónarmið heldur varð það niðurstaða hans að ekkert hefði "fram komið sem stutt geti þá ályktun að [kvartanda] hafi verið mismunað". Þá sagðist umboðsmaður ekki geta "fallist á að rökstuðningur ráðuneytisins hafi ekki uppfyllt kröfur 22. gr. stjórnsýslulaga". Lokaniðurstaða umboðsmanns alþingis varð sú að ekki væri tilefni til athugasemda við ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra.

Reykjavík 5. janúar 2006Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira