Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. febrúar 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Laus staða sérfræðings í umhverfisráðuneytinu


Laus er til umsóknar staða sérfræðings á skrifstofu náttúruverndar og lífsgæða í umhverfisráðuneytinu.

Óskað er eftir starfsmanni með háskólamenntun og reynslu sem nýtist á verkefnasviði skrifstofunnar sem tengist náttúruvernd, umhverfisrannsóknum, dýravernd, hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af störfum í stjórnsýslu.

Umsóknir skulu sendar ráðuneytinu fyrir 21. febrúar nk.  Staðan veitist frá 15. mars 2006.   Um launakjör fer samkvæmt samningi fjármálaráðuneytisins við Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Vakin er athygli á 20. gr. laga  nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla,

Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri, sími 545-8600.

 

Umhverfisráðuneytið
2. febrúar 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum