Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. mars 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vistvernd í verki

Stuðningsaðilar Vistverndar í verki árið 2006
Stuðningsaðilar Vistverndar í verki árið 2006

Styrktaraðilar Vistverndar í verki á árinu 2006 hittust í umhverfisráðuneytinu á dögunum og undirrituðu samstarfsyfirlýsingu.

Á myndinni eru, talið frá vinstri:

Guðmundur Pálsson frá Tæknivali sem selur einu Svansmerktu tölvurnar á Íslandi.

Ottó Sverrisson frá Servida sem selur einu Svansmerktu handsápuna á Íslandi ásamt fleiri Svansmerktum rekstrarvörum eins og sést á Lambi-salernispappírnum fremst á myndinni.

Kristján Oddsson frá Bio-bú sem selur eina lífrænt ræktaða jógúrtið á Íslandi og heldur á einni af jógúrtdósunum sínum.

Bryndís Þórisdóttir verkefnisstjóri Vistverndar í verki.

Lena María Gústafsdóttir frá Brauðhúsinu, bakaríi sem bakar einungis úr lífrænt ræktuðu hráefni.

Bryndís S. Valdimarsdóttir frá Yggdrasil, verslun með lífrænt ræktaðar vörur og heldur hún á umhverfisvænu þvottaefni.

Albert L. Albertsson frá Hitaveitu Suðurnesja.

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra.

Einar Ásgeirsson frá Hringrás, endurvinnslufyrirtæki.

Hugrún Gunnarsdóttir frá Landsvirkjun en hún heldur á sparperu sem endist lengur og eyðir minna rafmagni en glópera.

Már Karlsson frá Úrvinnslusjóði.

Guðmundur Tryggvi Ólafsson frá Sorpstöð Suðurlands og loks

Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar.

Á myndina vantar fulltrúa Sorpu og endurvinnslufyrirtækisins Furu.

Vistvernd í verki er alþjóðlegt umhverfisverkefni fyrir heimili. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Verkefnið er hið eina sinnar tegundar í heiminum svo vitað sé og hafa kannanir sýnt að það skilar miklum og varanlegum árangri í bættri umhverfismeðvitund og hegðun. Um 560 heimili hafa nú þegar tekið þátt í verkefninu hér á landi. Það er Landvernd sem sér um framkvæmd Vistverndar í verki á Íslandi með stuðningi umhverfisráðuneytisins og styrktaraðila. Nánari upplýsingar um Vistvernd í verki er að finna á vef Landverndar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum