Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. maí 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Verðlaunahafar í spurningaleik um endurvinnslu

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra Helga Kristín Stefánsdóttir og Ólafur Kjartansson,  framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs
Afhending fyrstu verðlauna í spurningaleik

Í tilefni af Degi umhverfisins 25. apríl sl. var efnt til spurningaleiks um endurvinnslu á vefsíðum umhverfisráðuneytisins og Úrvinnslusjóðs. Dregið hefur verið úr réttum svörum og voru vegleg bókaverðlaun í boði. Vinningshafar voru eftirtaldir:

· Helga Kristín Stefánsdóttir úr Reykjavík hlaut 1. verðlaun, bókina Fuglar í náttúru Íslands

· Þóra Kristín Gunnarsdóttir frá Akureyri hlaut 2. verðlaun, bókina Eldgos 1913-2004

· Brynjar Páll Jóhannesson úr Reykjavík hlaut 3. verðlaun, bókina Íslensk orðtök og málshættir

Það voru þau Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs sem afhentu Helgu Kristínu fyrstu verðlaun.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum