Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. ágúst 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Bæklingur um einkenni blesgæsar

Blesgæs
Blesgæs

Umhverfisstofnun hefur sent bækling með tölvupósti til allra veiðimanna sem eru handhafar veiðikorts í tilefni friðunar blesgæsar. Í bæklingnum er vakin athygli á helstu einkennum blesgæsar en afar mikilvægt er að þeir sem stunda gæsaveiðar séu færir um að greina blesgæs frá öðrum gæsategundum.
Bæklingurinn er gefinn út að frumkvæði umhverfisráðuneytisins eftir ábendingu frá félaginu Fuglavernd.

Bæklinginn má nálgast á vef Umhverfisstofnunar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum