Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. október 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra heimsækir Metan og Endurvinnsluna

Ráðherra
Metan

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra heimsótti í dag fyrirtækin Metan og Endurvinnsluna. Í húsnæði Metan á Álfsnesi var ráðherra kynnt hvernig fyrirtækið safnar hauggasi sem myndast við rotnun lífrænna úrgangsefna á urðunarstað SORPU. Gasið er síðan selt til að framleiða orku og sem eldsneyti á bíla. Mestur umhverfisávinningur af notkun metans sem eldsneytis er í næsta umhverfi bifreiða vegna hreinni útblásturs en að auki dregur notkun metans úr losun gróðurhúsalofttegundarinnar koldíoxíðs.
Í Endurvinnslunni kynnti Eiríkur Hannesson framkvæmdastjóri rekstur fyrirtækisins. Í máli hans kom m.a. fram að frá því að yfir 80% af skilagjaldskyldum umbúðum berast aftur til Endurvinnslunnar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum