Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. október 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra kynnir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Luxembourg í dag. Meðal atriða á dagskrá ráðherrafundar ESB eru hvalveiðar í atvinnuskyni. Mun málið vera komið á dagskrá fundarins að ósk Austurríkismanna.

Á fundi umhverfisráðherra Norðurlanda fór umhverfisráðherra yfir sjónarmið og forsendur ákvörðunar Íslands um hvlaveiðar í atvinnuskyni. Lagði umhverfisráðherra áherslu á að veiðarnar færu ekki í bága við alþjóðalög, þeir stofnar sem veitt yrði úr næsta árið væru ekki í útrýmingarhættu og að veiðarnar væru að öllu leyti sjálfbærar. Því gætu hún fullyrt að þessar veiðar myndu ekki á neinn hátt skaða lífríki hafsins eða skaða þá stofna sem um ræðir.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum