Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. janúar 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra heimsótti stærstu ferðakaupstefnu Norðurlanda

Umhverfisráðherra á ferðakaupstefnunni.
Við íslenska básinn

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra heimsótti finnsku ferðakaupstefnuna Helsinki Travel Fair í Helsinki í dag ásamt Hannesi Heimissyni sendiherra. Á annan tug íslenskra fyrirtækja voru með kynningu á sýningunni og lögðu áherslu á ævintýraferðir. Ráðherra hitti einnig fulltrúa frá erlendum ferðaskrifstofum sem eiga viðskipti við Ísland og leggja sum hver sérstaka áherslu á umhverfisvæna ferðaþjónustu. Helsinki Travel Fair er stærsta ferðakaupstefna sem haldin er á Norðurlöndum.

Síðar í dag heimsótti umhverfisráðherra aðalstöðvar Kaupþings í Helsinki og átti síðan fund með fulltrúum Norræna fjárfestingabankans.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum