Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. febrúar 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Er hægt að leysa loftslagsvandann?

Stefnumót - Er hægt að leysa loftslagsvandann?
Stefnumót

Á öðru Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, föstudaginn 2.mars 2007, verða loftslagsbreytingar til umræðu undir fundarheitinu Er hægt að leysa loftslagsvandann? Stefnumótið fer fram í stofu 201 í Árnagarði og hefst kl. 12:15.

Erindi:

Er hægt að stöðva þær veðurfarsbreytingar sem þegar eru hafnar? - Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hvaða pólitísku verkfæri hafa ríki heims til að leysa vandann? – Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.

Tæknilegar lausnir í samgöngum og orkumálum – Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs.

Að loknum erindum verða opnar umræður. Fundarstjóri verður Dr. Brynhildur Davíðsdóttir dósent og sérfræðingur við Stofnun Sæmundar fróða.

Á Stefnumótum umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða eru brýn umhverfismál tekin fyrir á opnum fundum. Munu sérfræðingar ráðuneytisins og stofnana þess ásamt nemendum og kennurum Háskóla Íslands miðla af þekkingu sinni og taka þátt umræðum. Haldnir verða þrír fundir á hverju kennslumisseri Háskólans og eru þeir öllum opnir.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum