Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. október 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Laus störf lögfræðinga á skrifstofu jafnréttis- og vinnumála

Félagsmálaráðuneytið auglýsir eftir tveimur lögfræðingum til starfa á skrifstofu jafnréttis- og vinnumála.

Lögfræðingarnir munu starfa að verkefnum á sviði vinnuréttar, vinnuverndar, jafnréttismála auk almennrar stjórnsýslu, svo sem við gerð frumvarpa og reglugerða, gerð úrskurða, lögfræðilega ráðgjöf og skýrslugerðir. Enn fremur er um að ræða erlend samskipti á grundvelli fjölþjóðasamninga á framangreindum sviðum en samskipti innan stjórnsýslunnar við önnur ráðuneyti og stofnanir sem og samráð við hagsmunasamtök eru jafnframt viðamikill þáttur í starfinu.

 

Starfssvið:

  • Gerð úrskurða.
  • Gerð lagafrumvarpa og reglugerða.
  • Skýrslugerðir.
  • Innlend samskipti innan stjórnsýslunnar og við hagsmunasamtök.
  • Erlend samskipti á grundvelli fjölþjóðasamninga.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
  • Gott vald á íslensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð tungumálakunnátta í ensku og að minnsta kosti á einu Norðurlandamáli.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
  • Góð almenn tölvukunnátta.

  

Í boði eru áhugaverð og fjölbreytt störf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Vakin er athygli á því að starfið stendur opið jafnt konum og körlum. Um launakjör fer eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Miðað er við að ráðið verði í stöðurnar 1. janúar 2008 eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um störfin veita Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu í síma 545 8100 eða með tölvupósti á netföngin ragnhildur.arnljotsdottir hjá fel.stjr.is eða hanna.sigridur.gunnsteinsdottir hjá fel.stjr.is

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík, eigi síðar en 12. nóvember næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

   

Félagsmálaráðuneytinu, 28. október 2007.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum