Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. ágúst 2008 Innviðaráðuneytið

Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

Samgönguráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 9. júlí að úthlutun framlaga til sveitarfélaga á grundvelli reglugerðar, nr. 80/2001 með síðari breytingum, um jöfnun á tekjutapi sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2008.


Samgönguráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 9. júlí að úthlutun framlaga til sveitarfélaga á grundvelli reglugerðar, nr. 80/2001 með síðari breytingum, um jöfnun á tekjutapi sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2008.

Framlaginu er ætlað að koma til móts við sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins vegna lækkaðra tekna þeirra af fasteignaskatti í kjölfar breytingar á álagningarstofni mannvirkja er tók gildi í árslok 2000.

Hér má sjá niðurstöðu gagnvart einstökum sveitarfélögum og yfirlit yfir greiðslur til sveitarfélaga það sem af er árinu og eftirstöðvar þær sem koma til greiðslu 1. ágúst og 1. september nk.

Heildarúthlutun framlaganna í ár nemur 2.646 milljónum króna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum