Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. janúar 2009 Dómsmálaráðuneytið

Margrét Frímannsdóttir skipuð forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Margréti Frímannsdóttur í embætti forstöðumanns Fangelsisins Litla-Hrauni frá og með 1. febrúar nk.
Fangelsið að Litla Hrauni
Fangelsið Litla-Hrauni.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Margréti Frímannsdóttur í embætti forstöðumanns Fangelsisins Litla-Hrauni frá og með 1. febrúar nk. Margrét hefur gegnt embætti forstöðumanns fangelsisins undanfarið ár í forföllum fyrrverandi forstöðumanns.

Níu umsóknir bárust um embættið en umsóknarfrestur rann út 15. janúar síðastliðinn. Auk Margrétar sóttu eftirtaldir um embættið:

Drífa Kristjánsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður
Einar Einarsson, verkefnastjóri
Guðrún Þórðardóttir, kennari
Halldór Eiríkur S. Jónhildarson, lögfræðingur
Halldór Valur Pálsson, deildarsérfræðingur
Jón Ragnar Jónsson, verkefnastjóri
Ronald B. Guðnason, verkefnisstjóri
Sigríður Ingifríð Michelsen, leigumiðlari

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
26. janúar 2009Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira