Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. febrúar 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr umhverfisráðherra tekur við embætti

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrverandi umhverfisráðherra.
Í umhverfisráðuneytinu

Kolbrún Halldórsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í dag, sunnudaginn 1. febrúar 2009, af Þórunni Sveinbjarnardóttur sem gegnt hefur embætti umhverfisráðherra síðan 24. maí 2007.

Kolbrún er fædd í Reykjavík 31. júlí 1955. Hún hefur verið alþingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð frá árinu 1999 og hefur setið í umhverfisnefnd Alþingis síðan þá.

Hún lauk verslunarprófi frá VÍ 1973 og burtfararprófi frá Leiklistarskóla Íslands 1978.

Æviágrip nýs umhverfisráðherra.

Verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna.

Heimasíða Kolbrúnar Halldórsdóttur.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum