Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. desember 2009 Utanríkisráðuneytið

Annar fundur samninganefndar Íslands

Annar fundur samninganefndar Íslands hófst á því að gestur fundarins, Timo Summo sendiherra ESB á Íslandi, gerði grein fyrir opnun sendiráðs ESB í Reykjavík og sagði frá gerð álits framkvæmdastjórnar ESB um Ísland og viðmiðum í því tilliti. Að loknum inngangsorðum og umræðum við nefndarmenn vék sendiherrann af fundi. Því næst gerðu formenn einstakra samningahópa grein fyrir starfi sinna hópa og formaður samninganefndar fjallaði stuttleg um stöðu undirbúnings upplýsingamála í tengslum við aðildarferlið.


Sjá nánar í fundarfrásögn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum