Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. apríl 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðstefna um endurheimt votlendis

Ár líffræðilegrar fjölbreytni 2010
Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 2010 líffræðilegri fjölbreytni.

Umhverfisráðuneytið efnir til ráðstefnu um endurheimt votlendis þann 12. maí í samstarfi við fleiri aðila. Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um hlutverk votlendis í loftslagsbreytinum.

Votlendi eru mikilvæg landgerð á Íslandi og talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi þess að endurheimta röskuð votlendi hér á landi. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að fjalla um möguleika á endurheimt votlendis og hvernig best megi vinna að því verkefni.

Ráðstefnan er öllum opin og verður haldin á Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri miðvikudaginn 12. maí kl. 09:00-17:00.

Heimasíða árs líffræðilegrar fjölbreytni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum