Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. október 2010 Dómsmálaráðuneytið

Refsiréttarnefnd falið að vinna frumvarp vegna fullgildingar samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur falið refsiréttarnefnd að útbúa frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum svo að hægt sé að fullgilda samning Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur falið refsiréttarnefnd að útbúa frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum svo að hægt sé að fullgilda samning Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum.

Refsiréttarnefnd er samhliða falið að skoða mögulegar lagabreytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um bann við vörslu og dreifingu á barnaklámi, hvort og þá hvernig unnt væri að heimfæra undir refsiákvæðið tilvik þar sem fullorðinn einstaklingur er barngerður í kynferðislegum tilgangi en slík lagaákvæði er m.a. að finna í norsku hegningarlögunum.

Þá er nefndin beðin að taka til sérstakrar skoðunar hvort ástæða sé til að endurskoða refsiramma almennra hegningarlaga er snúa að kynferðisbrotum gegn börnum en samkvæmt núgildandi ákvæðum gætir nokkurs misræmis að því er varðar þær refsingar sem við þessum brotum liggja. Þannig liggur þyngri refsing við nauðgun (194. gr. hgl.) en sambærilegu broti gegn barni (200. og 201. gr. hgl.)

Nefndin athugi einnig refsiramma vegna mansals

Ráðuneytið hefur einnig óskað eftr umsögn refsiréttarnefndar um það hvort ástæða sé til að endurskoða refsiramma 227. gr. a almennra hegningarlaga um mansal. Athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á því að hugsanlega þurfi að yfirfara ákvæðið, m.a. vegna þess að mismunur er á refsingu fyrir mansal annars vegar og nauðgun eða frelsissviptingu hins vegar, en slík brot eru oft liður í mansalsbroti. Þá virðist refsirammi ákvæðisins geta gert rannsókn lögreglu í slíkum málum erfiðari en ella en sum rannsóknarúrræði laga um meðferð sakamála miða við að refsing fyrir tiltekið brot sé að minnsta kosti 10 ára fangelsisvist.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira