Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. janúar 2011 Utanríkisráðuneytið

Fimm félagasamtök fá 46 milljónir til alþjóðlegrar neyðaraðstoðar

Utanríkisráðuneytið hefur falið fimm íslenskum félagasamtökum að verja um 46 milljónum króna til alþjóðlegrar neyðar- og mannúðaraðstoðar. Þessi upphæð kemur til viðbótar þeim 46 milljónum, sem veittar voru til neyðar og mannúðaraðstoðar á fyrrihluta árs 2010 og 23 milljóna, sem félagasamtök fengu til ráðstöfunar vegna náttúruhamfara á Haiti og í Pakistan. Þær 46 milljónir, sem nú hefur verið úthlutað renna til fjögurra landa.

SOS barnaþorpin fá 12,5 milljónir króna til að byggja fjölskylduhús í SOS barnaþorpi í Úganda, Rauði kross Íslands fær 5 milljónir til að styrkja mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Austur-Kongó, þar sem stríð geisar, RKÍ fær einnig 10 milljónir króna til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftanna á Haíti, Barnaheill fá sömuleiðis 6 milljónir króna til að ráðstafa til nauðstaddra á Haíti, Hjálparstarf kirkjunnar fær 10 milljónir til að styðja við bakið á fórnarlömbum flóðanna í Pakistan og ABC barnahjálpin fær um 2 milljónir króna til að bæta tjón, sem varð á einum af skólum samtakanna í Pakistan í fellibyl.

Gert er ráð fyrir ákveðnu framlagi til neyðar- og mannúðaraðstoðar á vegum frjálsra félagasamtaka á fjárlögum, sem úthlutað er tvisvar á ári, vor og haust. Því til viðbótar svarar ríkisstjórn Íslands ákalli hjálparstofnana þegar skyndilegt neyðarástands skapast líkt og gerðist á Haíti og í Pakistan 2010.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum