Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. október 2011 Dómsmálaráðuneytið

Hildur Briem skipuð dómari við héraðsdóm Austurlands

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Hildi Briem, aðstoðarmann dómara, í embætti dómara með fast sæti við héraðsdóm Austurlands. Hildur er skipuð í samræmi við mat dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara.

Embættið var auglýst laust til umsóknar 30. júní síðastliðinn og auk Hildar sótti Hrannar Már Sigurðsson Hafberg, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, um embættið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira