Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. nóvember 2012 Dómsmálaráðuneytið

Umsagnarfrestur lengdur um frumvarpsdrög til laga um fullnustu refsinga

Ákveðið hefur verið að framlengja til 22. nóvember umsagnarfrest um drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga. Óskað er eftir að umsagnir berist á netfangið [email protected].

Markmið frumvarps til gildandi laga var meðal annars að gera reglur skýrari og styrkja lagastoð ýmissa fullnustuákvæða. Lög um fullnustu refsinga er löggjöf um réttindi fanga og skyldur þeirra. Þá fjallar löggjöfin um fullnustu óskilorðsbundinna refsinga en frelsissvipting er ein þungbærasta byrði sem lögð er á herðar einstaklingum og viðurkennd er í samfélaginu. Í ljósi þessa er mikilvægt að löggjöf sem þessi sé skýr svo að frelsissviptir einstaklingar og þeim sem að öðru leyti hefur verið gert að sæta refsingu öðlist réttmætar væntingar við lestur laganna. Því var reynt að hafa athugasemdir með einstökum greinum ítarlegar og í stað þess að vísa til eldri laga voru athugasemdir teknar úr eldri frumvörpum og þær settar inn í frumvarp þetta í þeim tilvikum er ákvæði voru tekin óbreytt úr eldri löggjöf. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira