Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. janúar 2013 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara

Dómnefnd um umsækjendur um tvö embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst voru laus til umsóknar 18. október síðastliðinn hefur skilað umsögn sinni. Umsækjendur voru átta og telur dómnefndin tvo umsækjendur hæfasta til að gegna embættunum.

Um embættin sóttu: Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari, Bogi Hjálmtýsson, lögfræðingur, Hrannar Már S. Hafberg, aðstoðarmaður dómara, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, settur héraðsdómari, Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómslögmaður, Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur héraðsdómari, Stefán Erlendsson, héraðsdómslögmaður og Þórður Cl. Þórðarson, hæstaréttarlögmaður og bæjarlögmaður Kópavogs.

Ályktunarorð dómnefndarinnar eru eftirfarandi:

Með vísun til 2. mgr. 4. gr. a, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla, er það niðurstaða dómnefndar að Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Snorradóttir séu hæfastar umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst voru laus til umsóknar 18. október 2012 í Lögbirtingablaði.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira