Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. október 2013 Innviðaráðuneytið

Endurskoðuð tillaga um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2013

Innanríkisráðherra  hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um  endurskoðaða áætlun um heildarúthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2013, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 623/2013,  að fjárhæð 10.054 m.kr.

Fjárhæðin sundurliðast sem hér segir:

  • Endurskoðuð áætlun um úthlutun almennra framlaga 2013 að fjárhæð 9.808 m.kr.
  • Leiðrétting vegna almennra framlaga 2011 að fjárhæð 70 m.kr.
  • Viðbótarframlag að fjárhæð 176 m.kr. sem kemur til greiðslu vegna lækkunar framlaga til þjónustusvæða/sveitarfélaga milli áranna 2012 og 2013.Viðbótarframlagið nemur 75% af þeirri lækkun sem varð á almennu framlögunum á milli ára.

Leiðrétting á greiðslum framlaga ársins fara fram við greiðslur framlaga í lok október, nóvember og desember.

Áætluð heildarúthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2013 (pdf)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum