Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. nóvember 2013 Innviðaráðuneytið

Teymi tvö: 2. fundur um uppbyggingu á virkum leigumarkaði

  • Nr. fundar: 2.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið 19. nóvember 2013.
  • Málsnúmer: VEL13060104.
  • Mætt: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (fundarstjóri, verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála), Elín (Vinstri græn og Reykjavíkurborg), Hildur Sif (Píratar), Heiðdís Helga (Byggingafélag námsmanna), Helga (Húseigendafélagið), Guðrún (Félagsstofnun stúdenta), Hildigunnur (Neytendasamtökin), Þorbjörn (ASÍ), Gísli (Búseti), Úlfar (ÍLS), Georg (BHM), Kristján (BSRB), Grétar (ÖBÍ), Gísli (Húseigendafélagið), Guðlaug (Búseti á Norðurlandi), Þorsteinn Kári (Björt framtíð), Gunnlaugur (Samband íslenskra sveitarfélaga) ásamt Evu Margréti Kristinsdóttur (velferðarráðuneyti) sem ritaði fundargerð.

D A G S K R Á:

1.         Kynning á fyrri tillögum um húsnæðisstefnu.

Fundarstjóri fór yfir tillögur um nýja húsnæðisstefnu sem skilað var í apríl árið 2011 úr stórum samráðshópi. Fundarstjóri fór einnig yfir skjal sem sent var út fyrir fundinn þar sem tekin voru saman meginmarkmið húsnæðisstefnu stjórnvalda er varða hlutverk teymisins.

2.         Umræður um húsnæðisstefnu stjórnvalda.

Fram kom að Neytendasamtökin telja brýnt að skýra betur nokkur atriði í lögum um húsaleigu nr. 36/1994 sem eru að valda miklum vandkvæðum. Fram komu sjónarmið um að lagaumhverfið sem slíkt væri gott eins og það er en mikilvægt er að auka fræðslu um lögin og framkvæmd þeirra. Fram kom mikilvægi þess að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga sé skilvirk hvað varðar húsaleigubætur. Ekki gott að hafa framkvæmdina hjá tveimur aðilum eins og staðan er nú. Mikilvægt að samræma heildarstefnu í þessum málum. Einnig fór fram umræða um sérstakar húsaleigubætur.

Fram kom að mikilvægt er að uppræta vond vinnubrögð á leigumarkaði, þau eru á kostnað þeirra sem eru heiðarlegir á leigumarkaði, taka ábyrgð og fara eftir lögum. Ástand á leigumarkaði er orðið slæmt, það eru aðilar sem eru að stunda vítaverð vinnubrögð í leigurekstri og eru t.d. að leigja ósamþykktar íbúðir. Umræða um hlutverk byggingafulltrúa í lögum auk umræðu um aðgengi og þær kröfur sem gerðar eru um aðgengi í húsnæði. Mikilvægt að finna leiðir til að lækka byggingarkostnað svo að hægt sé að lækka leiguna, en það getur verið erfitt. Mikilvægt að geta boðið fólki upp á gott og öruggt húsnæði. Fram kom að mikilvægi þess að byggja húsnæði sem raunverulega vantar á leigumarkað. Fram kom mikilvægi þess að til að ná fram virkum leigumarkaði þá verður að vera nægt framboð fasteigna. Margt sem getur breyst á markaðnum um leið og það verður nægt framboð á leiguhúsnæði. Mikilvægt er að fram fari umræða um lóðaverð.

Fram fór umræða um Búseta sem leggur áherslu á að fólk geti komið inn í félagið óháð fjármagni og líkamlegu atgervi. Farið yfir hvernig búseturéttur virkar, kaupir ekki íbúðir heldur 10% búseturétt. Mikilvægt að hafa fjölbreytta íbúasamsetningu. Umræða og stutt kynning á Brynju, hússjóði ÖBÍ. Brynja er sjálfseignarstofnun sem kaupir og byggir leiguhúsnæði fyrir öryrkja og gerð er krafa um að leiguverðið verður að standa undir kostnaði.

Farið yfir ábendingar sem borist hafa frá almenningi í gegnum heimasíðu velferðarráðuneytisins.

Ákveðið að fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Félagsstofnun stúdenta, Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands hittist fyrir næsta fund og geri drög að tillögum frá hópnum sem verða til umræðu á næsta fundi.

3.         Næstu fundir.

Ákveðið var að næsti fundur, 26. nóvember kl. 14.00 til 16.00 verði haldinn í Búseta, Síðumúla 10. Svo verður fundur 3. desember kl. 13.00-15.00 í velferðarráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira