Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. maí 2015 Forsætisráðuneytið

Opinn fundur um Mannréttindadómstól Evrópu 27. maí

Innanríkisráðuneytið og Mannréttindastofnun HÍ standa fyrir fundi um mannréttindamál miðvikudaginn 27. maí næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst klukkan 12 og stendur til kl. 13.

Mannrettindadomstóllinn í Strassborg.
Mannréttindadómstóll Evrópu.

Á fundinum verður fjallað um hlutverk Mannréttindadómstóls Evrópu. Yfirskrift fundarins er: Hverja er Mannréttindadómstól Evrópu ætlað að vernda? Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, flytur ávarp í upphafi fundarins. Erindi flytur Marie-Bénédicte Dembour, prófessor í lögfræði og mannfræði við Háskólann í Brighton, og fjallar hún um það hvernig Mannréttindadómstóllinn skilgreinir hugtakið mannréttindi. Fyrirlesturinn verður á ensku og eru allir velkomnir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum