Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. október 2015 Forsætisráðuneytið

Tvíhliða fundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Aksel V. Johannesen lögmanns Færeyja

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Aksel V. Johannesen lögmaður Færeyja - mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti í gær tvíhliða fund með Aksel V. Johannesen lögmanni Færeyja. Á fundi sínum fóru þeir yfir góð samskipti landanna. Lögmaðurinn fór yfir helstu stefnumál nýrrar stjórnar Færeyja, m.a. um að eigi síðar en 2017 verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnskipan. Þá voru rædd sjávarútvegsmál, ferðaþjónusta, menningarmál, viðskiptamál og áhrif viðskiptabanns Rússlands á Ísland.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum