Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. mars 2017 Dómsmálaráðuneytið

Ný reglugerð um þóknun fyrir vinnu og nám og dagpeninga fanga

Sett hefur verið ný reglugerð um þóknun fyrir vinnu, nám og dagpeninga fanga. Tvær megin breytingar eru frá eldri reglugerð, annars vegar að sama gjald er greitt fyrir öll störf fanga og skólasókn og hins vegar er sett þak á fjölda greiddra klukkustunda í viku hverri.

Í reglugerðinni segir að fyrir störf fanga skuli greiða 415 kr. á klukkustund og sömu upphæð fyrir skólasókn. Hækkunin nemur 6,9%. Hámark er sett á fjölda tíma fyrir vinnu fanga, 28 tímar, en 20 tíma hámark er fyrir skólasókn. Þá er hámarkstímafjöldi fyrir ræstingar 28 tímar og samanlagður fjöldi tíma fyrir nám og öll önnur störf skal ekki fara yfir 40 á viku. Óski Fangelsismálastofnun eftir eða samþykki vinnuframlag fanga umfram hámark skal hún greiða fyrir það. Ekki verður breytt upphæð dagpeninga fyrir fanga sem ekki geta stundað nám eða vinnu en hún er 630 krónur.

Fangelsismálastofnun gerir ráð fyrir að hækkunin geti falið í sér um 2,9-3,5 milljóna króna hækkun útgjalda miðað við meðalfjölda fanga síðustu tvö ár.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira