Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. mars 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að frumvarpi um skógrækt til umsagnar

skogur
Birkiskógur

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um skógrækt. Um er að ræða heildarendurskoðun á lögunum en lög um skógrækt eru frá árinu 1955.

Frumvarpið felur m.a. í sér að lög um skógrækt á lögbýlum eru felld í heildarlög um skógrækt. Meginbreytingar á lögunum fela í sér gerð landsáætlunar í skógrækt, ákvæði um fellingarleyfi og sjálfbæra nýtingu skóga.

Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrögin er til 19. mars nk. og má senda þær á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að frumvarpi til laga um skóga og skógrækt (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum