Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. júní 2017 Utanríkisráðuneytið

Úthlutað eitt hundrað milljónum króna til þriggja borgarasamtaka

Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað ríflega 100 milljónum kr. til þriggja íslenskra borgarasamtaka til mannúðaraðstoðar. Ráðuneytið auglýsti í mars eftir styrkumsóknum og var umsóknarfresturinn til 15. apríl. Alls bárust þrettán styrkumsóknir frá fjórum borgarasamtökum að heildarupphæð ríflega 270 milljónum króna. Eftirfarandi sex styrkir voru samþykktir.
· Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð í Sómalíu vegna þurrka og ófriðar - 15.000.000 kr.
· Rauði krossinn á Íslandi - Neyðaraðstoð vegna fæðuskorts og vopnaðra átaka í Jemen - 30.000.000 kr.
· Rauði krossinn á Íslandi - Barátta gegn kynferðislegu ofbeldi í Suður-Súdan - 15.000.000 kr.
· Rauði krossinn á Íslandi - Barátta gegn kynferðislegu ofbeldi í Sýrlandi - 15.000.000 kr.
· Rauði krossinn á Íslandi - Neyðaraðstoð vegna fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyðar í Sómalíu - 15.000.000 kr.
· SOS Barnaþorpin á Íslandi - Neyðaraðstoð í Miðafríkulýðveldinu - 12.000.000 kr.
Þá var úthlutað einum styrk til kynningar- og fræðslustarfa. Félagið Sól í Tógó hlaut 500 þúsund kr. styrk vegna kynningar á rokkbúðum og tónlistarmiðstöð kvenna og stúlkna í Tógó.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum