Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. október 2017 Dómsmálaráðuneytið

Auglýst eftir aðstoðarmönnum dómara í Landsrétti

Landsréttur auglýsir lausar til umsóknar stöður fimm löglærðra aðstoðarmanna dómara við Landsrétt. Umsóknarfrestur er til 30. október næstkomandi.

Auglýsing Landsréttar fer hér á eftir:

Landsréttur auglýsir lausar til umsóknar stöður fimm löglærðra aðstoðarmanna dómara við Landsrétt.

Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 á grundvelli laga nr. 50/2016 um dómstóla og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Löglærðir aðstoðarmenn dómara sinna lögfræðilegum verkefnum og aðstoða dómara réttarins í störfum þeirra í samræmi við ákvörðun forseta réttarins, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 50/2016. Meðal helstu verkefna er auk aðstoðar við dómara, vinna við dómareifanir, úrvinnsla kærumála sem og lögfræðileg greining mála sem til úrlausnar eru fyrir réttinum.

Hæfniskröfur:

  • Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum.
  • Góð íslenskukunnátta og færni í rituðu máli er nauðsynleg.
  • Góðir skipulagshæfileikar, hæfni til að vinna sjálfstætt og færni í mannlegum samskiptum.
  • Þekking og/eða reynsla á sviði réttarfars er æskileg.
  • Reynsla af greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna er æskileg.

Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 30. október 2017. Áskilið er að umsóknir og fylgigögn berist með rafrænum hætti á netfangið [email protected]. Umsóknir gilda í allt að sex mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Björn L. Bergsson, starfandi skrifstofustjóri Landsréttar, [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira