Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. ágúst 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Fjölskylda Einars Darra kynnti heilbrigðisráðherra forvarnarverkefnið #égábaraeittlíf

Ráðherra tekur við gjöfinni frá aðstandendum Einars Darra - myndVelferðarráðuneytið

Fjölskylda Einars Darra Óskarssonar afhenti í dag heilbrigðisráðherra armbönd, eða kærleiksgjöf, frá minningarsjóði Einars Darra sem lést aðeins 18 ára gamall í maí síðastliðnum eftir neyslu róandi lyfja. Í kjölfar andláts Einars Darra stofnuðu ættingjar hans minningarsjóð sem hefur það markmið að styðja við ungmenni í fíknivanda og sinna forvarnarfræðslu um skaðsemina sem fylgir misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja.

Fyrsta verkefni sjóðsins er að standa fyrir og styrkja baráttuna #égábaraeittlíf og opna þannig umræðuna um misnotkun lyfja hér á landi, auka þekkingu almennings á eðli og umfangi misnotkunar lyfja og opna umræðuna um skort á meðferðarúrræðum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkar ættingjum Einars Darra kærleiksgjöfina og fyrir að virkja styrk sinn í sorginni til að vinna að þessu mikilvæga forvarnarverkefni sem er mikil þörf fyrir í samfélaginu og getur bjargað mannslífum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum