Hoppa yfir valmynd
28.09.2011 Innviðaráðuneytið

Starfshópi falið að meta gildi fjármálareglna fyrir sveitarfélög

Í framhaldi af samþykkt nýrra sveitarstjórnarlaga hefur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipað starfshóp sem meta á gildi fjármálareglna fyrir sveitarfélög, eins og þær hafa verið ákveðnar í nýju lögunum og vera ráðuneytinu til ráðgjafar um mótun nýrrar reglugerðar þar að lútandi.

Verkefni starfshópsins er jafnframt að fjalla um og greina hvernig slíkum reglum er beitt í nágrannalöndunum og fjalla um áhrif þess á rekstur og fjármál sveitarfélaga. Með því móti er könnuð nánar reynslan af samsvarandi lagasetningu erlendis.

Starfshópinn skipa Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu, sem er formaður, Lilja Mósesdóttir alþingismaður og Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Óskað er eftir því að starfshópurinn skili niðurstöðum fyrir 15. nóvember nk.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum