Hoppa yfir valmynd
03.01.2012 Innviðaráðuneytið

Leitað umsagna hjá sveitarstjórnarfulltrúum

Nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur sent sveitarstjórnarfólki gátlista sem er eins konar umræðuskjal um nokkur málefni sem nefndin hefur haft til athugunar. Skjalið er þannig verkfæri til skoðanaskipta við sveitarstjórnarfólk og er þess óskað að athugasemdir berist ráðuneytinu fyrir 15. janúar næstkomandi á netfangið [email protected].

Í skjalinu er lýst nokkrum viðfangsefnum nefndarinnar, svo sem um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, tekjustofna sveitarfélaga, Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, reglur um fjármál sveitarfélaga, sameiningu og samvinnu sveitarfélaga og fleira. Óskað er umsagnar sveitarstjórnarfólks á ákveðnum atriðum sem tilgreind eru í hverju umfjöllunarefni og er í skjalinu vísað í frekara efni á netinu ef á þarf að halda.

Í lokin gefst mönnum kostur á að senda inn almennar ábendingar um það sem verða mætti til að efla sveitarstjórnarstigið, bæta rekstrarumhverfi sveitarfélaga og stuðla að auknu lýðræði og þátttöku almennings. Almenningi gefst einnig kostur á að senda ráðuneytinu álit sitt.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum