Hoppa yfir valmynd
30.12.2016 Innviðaráðuneytið

Greiðsla húsaleigubóta færist frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Jöfnunarsjóður hefur um árabil greitt framlög til sveitarfélaga vegna greiðslu þeirra á húsaleigubótum samkvæmt lögum um húsaleigubætur. Í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga í apríl 2008 var kveðið á um 60% kostnaðarþátttöku ríkisins í greiðslu sérstakra húsaleigubóta og hefur því sjóðurinn frá árinu 2008 jafnframt greitt framlög til sveitarfélaga vegna greiðslu þeirra á sérstökum húsaleigubótum.

Samkvæmt nýjum lögum frá Alþingi nr. 75/2016 um húsnæðisbætur er gert ráð fyrir að fjármögnun og framkvæmd almenns húsnæðisstuðnings til leigjenda verði á ábyrgð ríkisins og kostnaður vegna húsnæðisbóta greiðist úr ríkissjóði. Jafnframt er kveðið á um það í lögunum að sérstakar húsaleigubætur (sérstakur húsnæðisstuðningur) verða framvegis verkefni sveitarfélaga. Vegna þessa mun verkefnið hvað greiðslur húsaleigubóta varðar fara alfarið frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 1. janúar 2017.

Í ársbyrjun 2017 fer fram uppgjör vegna greiðsla sveitarfélaga á 4. ársfjórðungi ársins 2016.

Breytingarnar hafa það í för með sér að hlutfall af lögbundnu framlagi úr ríkissjóði í Jöfnunarsjóð mun lækka úr 2,355% í 2,111%.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum