Hoppa yfir valmynd
12.09.2017 Innviðaráðuneytið

Útgjöld til félagsmála hækka um 17,8 milljarða króna

  • Bætur almannatrygginga hækka um 4,7% 1. janúar
  • Framfærsluviðmið lífeyrisþega sem búa einir hækkar um rúm 7%

Í frumvarpi til fjárlaga ársins 2018 er gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga hækki um 4,7% 1. janúar næstkomandi. Auk þess hækkar framfærsluviðmið lífeyrisþega sem búa einir úr 280.000 kr. á mánuði í 300.000 kr. eða um rúmlega 7%.

Hækkun útgjalda til verkefna sem heyra undir félags- og jafnréttismálaráðherra nemur 17,8 milljörðum króna frá fyrra ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Heildarútgjöldin verða tæplega 180 milljarðar króna og nemur hækkunin 11% frá útgjöldum þessa árs. Aukning útgjalda til almannatrygginga vegur þyngst af heildinni eða um 12,5 milljörðum króna.

Fyrsta skrefið í áætlun um hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði verður tekið um áramótin. Hækkunin er í samræmi við ríkisfjármálaáætlun sem miðast við að hámarksgreiðslur verði 600.000 kr. á mánuði árið 2020. Mánaðarleg greiðsla frá 1. janúar næstkomandi verður 520.000 kr. vegna barna fæddra 2018. Hámarksgreiðslur hafa þá hækkað úr 370.000 kr. frá október 2016 eða um rúmlega 40%.

Útgjöld eftir málefnasviðum dreifist á eftirfarandi hátt:

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum