Hoppa yfir valmynd
25.10.2018 Innviðaráðuneytið

Framlög til útgjaldajöfnunar fyrir árið 2018 endurskoðuð

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga til útgjaldajöfnunar úr sjóðnum á árinu 2018, skv. reglugerð nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi.

Jafnframt samþykkti ráðherra tillögu ráðgjafarnefndarinnar um hækkun útgjaldajöfnunarframlaga sjóðsins um 150 m.kr. Áætluð framlög vegna A-hluta framlaganna nema því 8.800 m.kr. Áætlað framlag vegna B-hluta útgjaldajöfnunarframlaga ársins nemur 575 m.kr. Í lok ársins verður úthlutað 175 m.kr. á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur á árinu 2018 umfram tekjur. Áætluð framlög ársins til útgjaldajöfnunar nema því samtals 9.550 m.kr.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum