Hoppa yfir valmynd
16.10.2020 Innviðaráðuneytið

Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda og íslenskukennslu sem annað tungumál árið 2021

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á árinu 2021 og um áætlaða úthlutun framlaga vegna íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál á árinu 2021.

Áætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 351/2002, eru að fjárhæð 2.757,4 m.kr. Þar af nemur framlag til Reykjavíkurborgar vegna reksturs sérskóla og sérdeilda 1.555,2 m.kr.

Áætluð framlög vegna íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál á árinu 2021, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 351/2002, nema 437 m.kr.

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum