Hoppa yfir valmynd
16.06.2022 Innviðaráðuneytið

Byggðaáætlun 2022-2036 samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í gær þingsályktunartillögu innviðaráðherra um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2026. Aðgerðaáætlunin kveður á um 44 aðgerðir. Öll ráðuneytin eru beinir aðilar að byggðaáætlun og ber hvert þeirra ábyrgð á minnst einni aðgerð. Flestar aðgerðirnar eru á ábyrgð innviðaráðuneytis, alls 12 og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ber ábyrgð á 10 aðgerðum. 

Samráð og samhæfing eru leiðarljós við mótun og framkvæmd byggðaáætlunar. Samráðið er ekki hvað síst við sveitarfélög í gegnum landshlutasamtök þeirra og Samband íslenskra sveitarfélaga og við ráðuneyti í gegnum stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál. Samhæfingin birtist meðal annars í nánu samráði við ábyrgðaraðila annarra málaflokka ríkisins þar sem leitað er leiða til að tengja byggðaáætlun sem mest við aðrar opinberar stefnur á áætlanir.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum