Leigusamningar, leigutími og forgangsréttur leigjenda
Leigusamningar
Leigusamningar um húsnæði eiga að vera skriflegir. Einnig eiga allar breytingar á leigusamningi eða viðbætur við hann, sem heimilar eru samkvæmt húsaleigulögum, að vera skriflegar og undirritaðar af aðilum samningsins.
Velferðarráðuneytið gefur út eyðublöð fyrir leigusamninga. Annars vegar um íbúðarhúsnæði og hins vegar um atvinnuhúsnæði.
Húsaleigusamningur þarf að vera í tveimur samhljóða eintökum leigjenda og leigusala. Eigi að þinglýsa samningi þarf að auki eitt eintak á löggiltum skjalapappír.
Hafi leigusamningi verið þinglýst skal leigjandi láta aflýsa honum þegar leigutíma lýkur. Hafi hann ekki látið gera það í síðasta lagi innan viku þar frá skal honum aflýst að kröfu leigusala.
Fjallað er um leigusamninga í II. kafla húsaleigulaga.
Húsaleigusamningar
Mælt er með notkun Acrobat Reader við útfyllingu eyðublaða á PDF formi. Notkun annarra forrita eða viðbóta við vafra geta valdið vandræðum með íslenska stafi. Vistið skjalið inn á tölvuna ykkar með því að hægri-smella á krækjuna og velja Vista sem/Save link as/Save taget as (mismunandi eftir vöfrum). Opnið síðan skjalið á venjulegan hátt í Acrobat Reader, fyllið það út og vistið.
- Húsaleigusamningur um íbúðarhúsnæði (uppfært 12.11.2020)
- Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði
Húsaleigusamningar á ensku og pólsku
- Húsaleigusamningur á ensku (uppfært 12.11.2020)
- Húsaleigusamningur á pólsku (uppfært 12.11.2020)
- Húsaleigusamningur á úkraínsku (uppfært 4.3.2022)
Leigutími
Húsaleigusamningar geta verið tvennskonar, tímabundnir og ótímabundnir.
Tímabundinn leigusamningur
Tímabundnum leigusamningi lýkur á umsömdum degi án sérstakrar uppsagnar eða tilkynningar af hálfu aðila.
Ótímabundinn leigusamningur
Leigusamningur telst ótímabundinn nema um annað sé ótvírætt samið. Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan samning þá teljast þeir hafa gert ótímabundinn leigusamning. Upphæð leigunnar ákveðst þá sú fjárhæð sem leigusali getur sýnt fram á að leigjandi hafi samþykkt.
Forgangsréttur leigjanda
Meginreglan er sú að leigjandi íbúðarhúsnæðis skal að umsömdum leigutíma loknum hafa forgangsrétt til leigu þess ef leigusali hyggst leigja húsnæðið áfram í a.m.k. eitt ár. Forgangsrétturinn nær bæði til tímabundna og ótímabundna leigusamninga. Undantekningar frá forgangsrétti leigjandi eru í 51. gr. húsaleigulaga. Leigjandi sem vill nýta sér forgangsréttinn þarf að tilkynna leigusala það skriflega og með sannanlegum hætti a.m.k. þremur mánuðum áður en leigusamningurinn rennur út við lok uppsagnarfrests eða við lok umsamins leigutíma, annars fellur forgangsrétturinn niður.
Fjallað er um forgangsrétt leigjanda í X. kafla húsaleigulaga.
Gildissvið húsaleigulaga
- Gildissvið húsaleigulaga
- Leigusamningar, leigutími og forgangsréttur leigjenda
- Ástand leiguhúsnæðis
- Viðhald leiguhúsnæðis
- Afnot leiguhúsnæðis, breytingar og endurbætur, sala og framsal
- Uppsögn og riftun
- Fjárhæð húsaleigu, greiðslur, tryggingar og reksturskostnaður
- Skil leiguhúsnæðis, úttekt, leigumiðlun og skattlagning leigutekna
- Undanþágur fyrir lögaðila sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni
- Samantekt á helstu atriðum húsaleigulaga
Eyðublöð
Húsaleigusamningar - form
- Húsaleigusamningur um íbúðarhúsnæði (uppfært 12.11.2020)
- Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði
- Húsaleigusamningur á ensku (uppfært 12.11.2020)
- Húsaleigusamningur á pólsku (uppfært 12.11.2020)
- Húsaleigusamningur á úkraínsku (uppfært 4.3.2022)
Úttekt á húsnæði
Húsnæðis- og mannvirkjamál
Sjá einnig:
Lög
Reglugerðir
Stofnanir
Úrskurðarnefndir
Áhugavert
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.