Hoppa yfir valmynd

Innheimta sakarkostnaðar

Til sakarkostnaðar teljast óhjákvæmileg útgjöld vegna rannsóknar sakamáls og meðferðar þess, þar á meðal þóknun verjanda og réttargæslumanns, kostnaður og þóknun vitna svo dæmi séu tekin en kveðið er á um sakarkostnað í XXXIV. kafla laga um meðferð sakamála. Ef ákærði er sakfelldur fyrir það brot eða þau brot sem honum eru gefin að sök þá er honum gert að greiða sakarkostnað. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra sér um innheimtu sakarkostnaðar. Innheimta sakarkostnaðar fer samkvæmt lögum um fullnustu refsinga.

Ef fjárhagsaðstæður eru bágar getur skuldari óskað eftir niðurfellingu á sakarkostnaði. Beiðni um niðurfellingu sakarkostnaðar skal beint til sýslumannsins á Norðurlandi vestra, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós. Hægt er að nálgast upplýsingar hjá sýslumanni í síma 458-2500 um það hvað þurfi að fylgja umsókn. Hér má finna viðmiðunarreglur um niðurfellingu sakarkostnaðar. 

Ákvörðun sýslumanns um niðurfellingu sakarkostnaðar er kæranleg til dómsmálaráðuneytisins með vísan til 26. gr. stjórnsýslulaga. Kæra skal borin fram innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun sbr. 27. gr. sömu laga.

Sjá einnig:

Sýslumaður

Sýslumaður á Norðurlandi vestra sér um innheimtu sakarkostnaðar.

Síðast uppfært: 18.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum