Hoppa yfir valmynd

Lögregla

Lögreglan er sú stofnun þjóðfélagsins, sem hefur með höndum löggæslu í víðustu merkingu þess orðs og gegnir lykilhlutverki í öryggis- og viðbragðskerfi þjóðarinnar. Ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra og skiptist landið í níu lögregluumdæmi þar sem lögreglustjórar fara með lögreglustjórn.

Hlutverk lögreglu er margþætt:

  • Öryggi: Að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, tryggja réttaröryggi borgaranna og öryggi ríkisins,og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi. Hér undir fellur stjórn og samhæfing ríkislögreglustjóra vegna almannavarna og starf lögreglu innan almannavarnakerfisins.
  • Afbrotavarnir: Að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.
  • Rannsóknir: Að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í sakamálalögum eða öðrum lögum.
  • Þjónusta: Að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að.
  • Aðstoð: Að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á.
  • Samstarf: Að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir hérlendis og erlendis sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu. Afbrotastarfsemi afmarkast ekki af  landamærum og er alþjóðlegri en áður. Við þessu hafa þjóðir heims brugðist með alþjóðlegri lögreglusamvinnu og breyttum vinnubrögðum löggæsluaðila.

Landhelgisgæsla Íslands fer með löggæslu á hafinu.  

 

Smellið hér til að sjá almenna umfjöllun um löggæslu í kafla um almannaöryggi.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 26.5.2017
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum