Hoppa yfir valmynd

 

Í viku íslenskunnar viljum við auka meðvitund og umræðu um íslenska tungu og fagna því sem vel er gert í þágu tungumálsins.

Að þessu sinni er aðdragandi viku íslenskunnar einnig nýttur til þess að vekja athygli á þeim breytingum sem eru að verða og hafa orðið á íslenskunni vegna enskra áhrifa. Við skoðum hvernig þær breytingar birtast í okkur vítt og breitt í samfélaginu, á samfélagsmiðlum og jafnvel í opinberri umræðu.

 

Vitundarvakningin er unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg. Henni er ætlað að ýta við fólki, stjaka við því, hnippa í það og jafnvel gefa því olnbogaskot. Dæmin eru ekki valin út í bláinn heldur sýna þau tungutak sem hugsanlega endurspeglar nýjan veruleika íslenskrar tungu.

Kynning á aðgerðum stjórnvalda 

Þingsályktunartillaga menningar- og viðskiptaráðherra um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 verður brátt lögð fram á Alþingi.

Ráðgert er að ráðherrarnir fimm sem sæti eiga í ráðherranefnd um málefni íslenskunnar muni kynna aðkomu sína, áherslumál og forgangsverkefni á opnum fundi síðar í mánuðinum. Í ljósi aðstæðna verður tímasetning þess kynningarfundar kynnt síðar.

Ráðherranefnd um íslenska tungu

Nefndin var sett á laggirnar í nóvember 2022, að tillögu forsætisráðherra. Hlutverk hennar er að efla samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast.

Auk forsætisráðherra eiga menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fast sæti í nefndinni.

Síðast uppfært: 17.11.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum