Hoppa yfir valmynd

Þjóðhátíðargjöf Norðmanna

Þjóðhátíðargjöf Norðmanna er styrktarsjóður sem úthlutar uppsöfnuðum vöxtum að þjóðargjöf Noregs til íslensku þjóðarinnar í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðnum árið 1976. Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 279/1975. Með breytingu nr. 988/2009.

Samkvæmt skipulagsskrá fyrir sjóðinn er tilgangur hans „að auðvelda Íslendingum að ferðast til Noregs. Í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli“. Í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur beri sjálfir dvalarkostnað í Noregi.

  • Mennta- og menningarmálaraðuneyti tekur við styrkumsóknum og veitir nánari upplýsingar um sjóðinn.
  • Styrkjum er að jafnaði úthlutað árlega.
  • Mennta- og menningarmálaráðherra skipar þriggja manna stjórn til fjögurra ára í senn.
  • Eyðublað fyrir umsóknir í sjóðinn Þjóðhátíðargjöf Norðmanna
    Athugið til þess að fylla út eyðublaðið í tölvu þarft þú að hafa Adobe Reader 7.0 eða nýrri eða sambærilegan hugbúnað. Hér getur þú sótt nýjustu útgáfu Adobe Reader ókeypis.
Núverandi stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna:
Skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra til 14. mars 2015
  • Snjólaug Ólafsdóttir formaður
  • Ásdís Egilsdóttir
  • Dag Wernø Holter
  • Auglýsing 2013
  • Fréttatilkynning um úthlutun 2013
  • Fréttatilkynning um úthlutun 2010
  • Fréttatilkynning um úthlutun 2009
  • Fréttatilkynning um úthlutun 2008
  • Fréttatilkynning um úthlutun 2007
  • Fréttatilkynning um úthlutun 2006
  • Fréttatilkynning um úthlutun 2005
  • Fréttatilkynning um úthlutun 2003
  • Fréttatilkynning um úthlutun 2002
  • Fréttatilkynning um úthlutun 2001
Síðast uppfært: 26.8.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum