Grænlandssjóður
Grænlandssjóður starfar samkvæmt lögum nr. 102/1980. Hlutverk Grænlandssjóðs er að stuðla að nánari samskiptum Íslendinga og Grænlendinga og veitir sjóðurinn styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála. Höfuðstóll sjóðsins, sem ríkissjóður lagði til á árunum 1981 og 1982, er í vörslu Seðlabanka Íslands og er árlegri ávöxtun hans varið til styrkveitinga.
Alþingi kýs sjóðnum fimm manna stjórn til þriggja ára í senn ásamt varamönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar formann sjóðsins en ráðuneytið hefur umsjón með sjóðnum og veitir nánari upplýsingar.
Ekki hefur verið unnt að veita styrki úr sjóðnum undanfarin ár vegna lágra vaxtatekna.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2009.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2008.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2007.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2006.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2005
Núverandi stjórn Grænlandssjóðs
skipuð af Alþingi frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2016:
- Elín Hirst, formaður
- Hjálmar Bogi Hafliðason
- Þuríður Bernódusdóttir
- Kristinn Schram
- Soffía Vagnsdóttir
Varamenn:
- Birgir Ármannsson
- Guðrún Sighvatsdóttir
- Ragnhildur Jónasdóttir
- Guðrún Arndís Tryggvadóttir
- Halldór Ó. Zoëga.
Menningarmál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.