Hoppa yfir valmynd

Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku

Lestur: strákur að lesa

Endurgreiðsla kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku sem eru aðgengilegar almenningi með opinberri sölu, láni eða leigu byggir á lögum um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Markmið laganna er að efla bókaútgáfu með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. 

Lög þessi öðluðust gildi 1. janúar 2019 og koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023. 

Lögin heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti en þriggja manna nefnd um stuðning við útgáfu bóka á íslensku fer yfir umsóknir og tekur afstöðu til þeirra samkv. 4. gr. laganna.

Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) tekur á móti rafrænum umsóknum, yfirfer og býr í hendur nefndarinnar, sér um samskipti við umsækjendur og varðveitir umsóknargögn samkvæmt þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Umsækjendum er bent á að kynna sér lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, reglugerð um stuðning við útgáfu bóka á íslensku og leiðbeiningar um umsóknir.

Ef umsókn fullnægir settum skilyrðum og uppfyllir markmið laganna fær umsækjandi sent vilyrði fyrir endurgreiðslu. Innheimtumaður ríkissjóðs sér um greiðslu.

Hægt er að senda inn umsókn allt að níu mánuðum eftir útgáfudag.

Nauðsynlegt er að umsókn fylgi allar umbeðnar upplýsingar, í viðhengi á rafrænu formi, svo hægt sé að taka umsókn til umfjöllunar. Umrædd gögn eru m.a.; yfirlýsing um skuldastöðu við ríkissjóð, samningar, og önnur fylgigögn með kostnaðarliðum, þ.e. viðkomandi reikningar og/eða vinnuskýrsla sem tilgreini fjölda stunda og tímagjald og greiðslukvittanir miðað við greiðslustöðu á umsóknardegi.

Nefndin fjallar um umsóknir jafnóðum og  þær berast og hefur þrjá mánuði til afgreiðslu.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 29.1.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum