Hoppa yfir valmynd

Stuðningur starfsfólks

Í þessum kafla er athyglinni beint að 4. viðmiði:

Öllum í skólasamfélaginu, á öllum stigum kerfisins, sé gert kleift að ígrunda og framkvæma dagleg störf sín með menntun án aðgreiningar að leiðarljósi.

Meginviðfangsefnið sem liggur til grundvallar þessu viðmiði og öllum vísbendingum sem því tengjast er:
Hversu góðan stuðning menntakerfið veitir starfsfólki til þess að taka mið af sjónarmiðum um menntun án aðgreiningar í daglegu starfi (hér er vísað til skipulags skóla, námskrár, námsmats, uppeldisaðferða, stuðnings við nemendur, tækifæra alls starfsfólks til starfsþróunar og skilvirkrar upplýsingamiðlunar á hverju stigi menntakerfisins og milli þeirra).

Viðhorf ólíkra hópa innan menntakerfisins til þessa meginviðfangsefnis voru könnuð með kjarnaspurningunni:
Hversu góðan stuðning finnst þér þú fá til þess að tryggja að mismunandi þörfum nemenda sé sinnt?

Bein umfjöllun átti sér stað:
á fundum rýnihópa, í skólaheimsóknum og með netkönnun.

Óbein umfjöllun átti sér stað:
við gerð tengslakorta (með hverjum hefur þú starfað?), í einstaklingsviðtölum og með úrvinnslu rannsóknargagna.

Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla á Íslandi í heild

Meginniðurstöður í tengslum við 4. viðmið

Styrkleikar sem menntakerfið býr yfir að því er viðmiðið varðar

Grundvallarstyrkur menntakerfisins að því er þetta viðmið varðar liggur í því að í flestum skólum á öllum skólastigum er ótvíræður stuðningur við markmiðin að baki stefnu um menntun án aðgreiningar. Meðal annarra styrkleika má nefna góðan stuðning foreldra og annarra aðstandenda skólanna og þau tækifæri sem gefast á grundvelli aðalnámskrár til að byggja upp félagslegar hliðar menntakerfis sem er ætlað öllum nemendum.

Á öllum skólastigum starfar vel menntað, reynslumikið og áhugasamt starfsfólk sem vinnur af heilindum og er fúst að fara nýjar leiðir í vali á námsefni og tilhögun kennslu. Víða má sjá nýbreytni í kennslu, meðal annars á grundvelli faglegrar starfs­þróunar. Það á einkum við um kennara sem eiga þess kost að sækja ýmiss konar starfsþjálfun í skólum, háskólum og jafnvel erlendis.

Umtalsverður sveigjanleiki er í menntakerfinu og skólar hafa því svigrúm til að þróa skólastarfið með samstarfsverkefnum af ýmsu tagi. Þessi sveigjanleiki kerfisins gerir það einnig kleift að byggja upp aðrar tegundir stuðnings, til dæmis að veita nemend­um á afskekktum svæðum og aðstandendum þeirra ýmiss konar aðstoð og upplýs­ingar með aðstoð upplýsinga- og samskiptatækni.

Brýnustu úrlausnarefni

4.1 Er skólaþjónusta starfrækt með það grundvallarmarkmið fyrir augum að styrkja nemendur, aðstandendur þeirra og kennara í starfi sínu í skólanum?

Af umræðum með þátttöku fulltrúa allra hópa innan skólanna, frá ýmsum lands­hlutum og svæðum, má ráða að oft eru mismunandi markmið að baki þeirri stoð­þjónustu sem skólar geta nýtt sér, eða ólík sjónarmið uppi um það hvernig styrkja má nemendur, aðstandendur þeirra og kennara í starfi sínu í skólanum og samskipt­um við hann. Af þeim sökum er munur á starfi stuðningskerfanna og þjónustunni sem veitt er.

Viðmælendur telja að ekki sé jafnræði að því er varðar framboð á þjónustu, enda sé það afar misjafnt eftir landshlutum. Sú skoðun kemur skýrt fram að stór þéttbýlis­svæði á borð við Reykjavík njóti meiri og betri þjónustu sem nemendur, aðstand­endur og skólar á afskekktari svæðum eiga ekki alltaf kost á að nýta sér.

Jafnvel á svæðum sem njóta margþættrar þjónustu nefna viðmælendur þó að hún sé ekki samhæfð á þann hátt að hún nýtist til fulls. Fólk greinir á um skiptingu ábyrgðar og fjárframlaga milli stofnana menntakerfisins annars vegar og heilbrigðis­kerfisins hins vegar. Margir í skólasamfélaginu taka fram að afar misjafnt sé hvaða þjónustu er unnt að fá í heilbrigðis- og menntakerfinu. Þeir benda á að einkum í minni sveitarfélögum sé þess oft ekki kostur að bjóða þjónustu sem er sambærileg við það sem annars staðar gerist og þannig að jafnræðis sé gætt. Æskilegt er talið að starfsfólk skólaþjónustu sveitarfélaganna fái til liðs við sig fagfólk í heilbrigðisþjón­ustu til þess að geta stutt við margþættari þarfir nemenda, meðal annars geðheil­brigðisvanda. Margir eru þeirrar skoðunar að skilgreina þurfi betur hlutverk skóla, heilsugæslustöðva, félagsþjónustu og menntakerfis. Jafnframt verði að bæta upplýs­ingaflæðið milli þeirra sem veita þessa þjónustu og mat á þeim árangri sem þjónust­an skilar.

Viðmælendur í skólasamfélaginu nefna að skólaþjónusta feli almennt í sér teymis­vinnu um barnið í samvinnu foreldra, kennara, annars starfsfólks skóla og starfsfólks skólaþjónustu. Þeir benda þó einnig á að mismunandi sé eftir byggðarlögum hvernig staðið sé að skólaþjónustu og hvernig hún sé mönnuð, og þannig sé misjafnt hvaða fagfólk er tiltækt til stuðnings hverjum skóla.

Í sumum tilvikum þykir skólaþjónusta taka mið af þjónustu við fatlaða og starfsfólk gegni þannig hlutverki ráðgjafa en sinni ekki einstökum nemendum nema þeir hafi verið greindir með sérþarfir. Þetta er talið hvetja foreldra og skóla til að vísa nem­endum þangað til formlegrar greiningar á námsþörfum, enda sé engin önnur leið fær til að afla þeim stuðnings. Slíkur stuðningur styrkir ekki viðbrögð skólanna við uppeldislegum vanda, eykur ekki hæfni þeirra til að sinna margbreytilegum þörfum nemenda og hvetur ekki kennara til að taka jafna ábyrgð á öllum nemendum. Þá stuðlar hann ekki að daglegum samskiptum á vettvangi skólans milli nemenda sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda og jafnaldra þeirra.

Sumir í hópi starfsfólks skóla telja að hér liggi að baki að starfsfólk skólaþjónustu hafi ekki alltaf skilning á starfinu sem fram fer í skólum. Tillögur þeirra um hvað gera megi til að sinna þörfum nemenda stangist því stundum á við aðstæður í daglegu starfi skólans.

Þeir sem sinna menntamálum á vettvangi ríkis og sveitarfélaga kannast einnig við þann vanda sem blasir við skólum vegna breytilegs framboðs á skólaþjónustu í landinu. Margir nefna að straumhvörf hafi orðið á árunum eftir 1996, þegar rekstur grunnskóla var færður til sveitarfélaga, því að þá hafi verið teknar tímamótaákvarð­anir sem hafi haft áhrif allt fram á þennan dag, svo sem að leggja niður átta fræðslu­skrifstofur sem veittu grunnskólum þjónustu og flytja starfsemi þeirra beint til sveitarfélaganna. Sumir telja að stuðningur við skóla hafi minnkað og að hann dreifist of mikið, einkum í minnstu sveitarfélögunum. Á vettvangi ríkis og sveitar­félaga telja sumir æskilegt að einfalda kerfið með því að setja upp sérstakar þjón­ustumiðstöðvar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk skóla gætu sótt alla skólaþjónustu til.

 

4.2 Fá allir skólar viðeigandi stuðning frá sérfræði- og skólaþjónustu til að veita þá þjónustu sem nemendur með einstaklingsbundnar námsþarfir þurfa á að halda?

Samkvæmt niðurstöðum netkönnunarinnar sinnir meiri hluti kennara (86,3%) og annars starfsfólks skóla (93%) nemendum sem fengið hafa formlegt mat og grein­ingu á sérþörfum í námi og/eða fötlun. Þá sinnir meiri hluti kennara (61,8%) og annars starfsfólks skóla (63,2%) einnig nemendum sem njóta sérstakrar aðstoðar við námið enda þótt þeir hafi ekki fengið formlegt mat og greiningu á sérþörfum í námi og/eða fötlun.

Flestir skólar og kennarar á Íslandi glíma því við þann vanda að eiga ekki kost á árangursríkum stuðningi til að koma til móts við einstaklingsbundnar námsþarfir.

Netkönnunin sýnir að mörgum kennurum og öðru starfsfólki skóla þykir skorta á samstarf við annað fagfólk og aðra sem starfa innan skólasamfélagsins. Meiri hluti kennara svarar því til að þeim sé annaðhvort „að litlu leyti“ eða „alls ekki“ gefinn kostur á samstarfi við fagfólk úr öðrum greinum. Önnur gögn sem stuðst var við í úttektinni benda til þess að ýmsir hópar starfsfólks í skólum, en þó einkum kennarar, finni til einangrunar í starfi. Þeim þykir sem dregið hafi úr formlegum stuðningi í skólum enda þótt nemendum með sérþarfir í námi fari fjölgandi.

Meira en helmingur þeirra kennara sem svöruðu netkönnuninni lýstu sig „að litlu leyti“ eða „alls ekki“ sammála þeirri fullyrðingu að stuðningur þverfaglegra hópa gerði þeim auðveldara að skipuleggja nám þeirra sem hafa einstaklingsbundnar námsþarfir og leysa vandamál í tengslum við það. Þá svarar meira en helmingur kennara því til að þeim sé annaðhvort „að litlu leyti“ eða „alls ekki“ gefinn kostur á samstarfi við fagfólk úr öðrum greinum.

Starfsfólki skóla þykir einkum sem þörf sé á meiri stuðningi sérfræði- eða skólaþjón­ustu til þess að sinna megi þörfum nemenda sem eiga við sérstaka erfiðleika að glíma. Þeir sem sinna menntamálum á vettvangi ríkis og sveitarfélaga telja að bregð­ast megi við þessu með því að endurskilgreina og byggja betur upp hlutverk sérskóla og sérdeilda í tengslum við ráðgjöf við starfsfólk almennra skóla ráðgjöf og vinnu við að auka hæfni þess. Jafnframt þessu er sérstaklega bent á að stuðla þurfi að jöfnuði með því að tryggja aðgengi að sérfræðiþekkingu fyrir nemendur með sjaldgæfar sér­þarfir, en munur þykir vera á slíku aðgengi eftir landshlutum og svæðum.

Í samræmi við þetta er einnig bent á að sérskólar og sérdeildir hafi mikilvægu hlut­verki að gegna í stuðningi við almenna skóla. Þeir sem starfa á vettvangi sveitarfél­aga og skóla, m.a. þeir sem annast sérkennslu, telja að þróa þurfi fleiri kosti í þver­faglegu samstarfi. Þar geti verið um að ræða beint samstarf, sveigjanlegri reglur um hvenær nemendur eru settir í sérskóla eða sérdeildir annars vegar og almenna bekki hins vegar, og nýtingu sérfræðiþekkingar á sérkennslu til að auka hæfni starfsfólks almennra skóla.

Þá er talið æskilegt að í stað þess að skólaþjónustan einbeiti sér að erfiðleikum ein­stakra nemenda verði aukin áhersla lögð á stuðning við hæfni kennara til að sinna margvíslegum þörfum nemenda. Sumir þeirra sem starfa á vettvangi sveitarfélaga eða skóla nefna að skólaþjónusta bjóði oft skammtímalausnir sem miðast við ein­staklingsbundnar námsþarfir, fremur en langtímalausnir sem hafi það markmið að auka færni allra kennara í að takast á við fjölbreytileika nemendahópsins í heild.

Samkvæmt niðurstöðum netkönnunarinnar er það almenn skoðun þeirra sem starfa á vettvangi skólanna, og þá einnig foreldra, að til þess að nemendur sem fengið hafa formlegt mat og greiningu á sérþörfum í námi geti náð árangri í skóla sé mikilvægast að kennarar og annað starfsfólk skóla noti sveigjanlegar kennsluaðferðir. Merkja má aukna viðurkenningu á því meðal allra hópa í skólasamfélaginu að nýrra vinnu­bragða sé þörf í skólum og skólastofum.

Að áliti fjölmargra á vettvangi skóla er nauðsynlegt að viðurkenna að margir nem­endur, foreldar og starfsfólk skóla telji menntakerfið of „gamaldags“ og ósveigjan­legt. Sumir þeirra nefna að skólar þurfi að taka upp nýtt verklag sem felur í sér sveigjanlegri kennsluaðferðir og meiri aðlögun námsins að þörfum hvers og eins nemanda, fremur en einstaklingsaðlagað nám í þágu fárra nemenda (ítarlegri um­fjöllun um þennan greinarmun er að finna í 3. viðauka: Skýrsla um úrvinnslu rann­sóknargagna). Ekki síst heyrast þær raddir í öllum hópum skólasamfélagsins að auka þurfi áhrif nemenda á ákvarðanir sem varða námsframvindu þeirra.

Í ópi þeirra sem sinna menntamálum á vettvangi ríkis og sveitarfélaga heyrast þær raddir að ræða þurfi og ná betra samkomulagi um hvaða merkingu ber að leggja í hugtökin „árangursríkur“ og „við hæfi nemanda“ í tengslum við veitta þjónustu. Einkum telja þeir sem starfa á vettvangi sveitarfélaga brýnt að fá meiri leiðsögn um þær tegundir þjónustu og það þjónustustig sem öll sveitarfélög og allir landshlutar þurfi að geta boðið fram. (Nánari umfjöllun um þetta er að finna í undirkafla 2.2.)

 

4.3 Er stuðningskerfið vel samhæft og auðskiljanlegt?

Það er skoðun flestra viðmælenda í öllum hópum skólasamfélagsins að óljóst sé hvernig staðið er að samhæfingu stuðningskerfisins á vettvangi ríkis og sveitarfél­aga. Einkum þykir starfsfólki skóla óljóst hvernig ábyrgð á þjónustunni sem veitt er skiptist milli sveitarfélaga og viðkomandi ráðuneyta.

Margir láta þess getið að oft sé mikið gagn að persónulegum tengslum fagfólks frá ólíkum þjónustustofnunum. Þeir telja aftur á móti þörf á að samhæfa þjónustuna betur og að tengingu skorti milli þjónustunnar sem veitt er í skólum, á vegum skóla­þjónustu og í þjónustumiðstöðvum. Sumir nefna að það auki á vanda nemenda og aðstandenda þeirra hversu lítil tengsl eru milli þjónustu og stuðnings í grunnskólum og framhaldsskólum, og hversu mikill munur er á því hvaða þjónusta er í boði og hver áhersluatriðin eru. Breytilegt framboð á þjónustu innan skólastiga veldur ólíkum væntingum og vekur spurningar um gæði þjónustunnar.

Það er einkum starfsfólk skóla sem segist eiga í erfiðleikum með að greina hvernig ábyrgð skiptist milli menntakerfis og heilbrigðiskerfis, og að grá svæði milli kerfanna tveggja komi niður á starfi skólanna. Óskin um aukið samstarf og opnari samskipti kerfanna kemur skýrt fram í öllum hópum skólasamfélagsins.


4.4 Er öllu starfsfólki gefinn kostur á þjálfun við sitt hæfi til þess að tryggja að það geti brugðist við fjölbreyttum nemendahópi á jákvæðan hátt?

Ítarlega umfjöllun um menntun starfsfólks er að finna í 7. kafla, sbr. sérstaklega undirkafla 7.4. Í þessum undirkafla er athyglinni beint að skoðunum viðmælenda á þeim tækifærum til faglegrar starfsþróunar sem bjóðast í skólum og gera starfsfólki kleift að sinna margbreytilegum námsþörfum nemenda.

Viðmælendur í öllum hópum skólasamfélagsins eru þeirrar skoðunar að skólar njóti mikils frjálsræðis í starfi sínu. Þess vegna má líta svo á að framkvæmd opinberrar stefnu hvíli að of miklu leyti á því hvaða leiðir starfslið skóla og einstakir starfsmenn kjósa að fara. Sumir telja að afleiðing þessa sé ójöfnuður og ójafnræði í öllu kerfinu.

Margir í skólasamfélaginu telja að forsenda allrar umræðu um faglega starfsþróun sé að tryggja að allt starfsfólk skóla, og þó einkum kennarar, geri sér fulla grein fyrir ábyrgð sinni á því að koma til móts við afar margbreytilegar þarfir nemenda.FMörg dæmi þykja um að starfsfólkið sem minnsta menntun hefur sé látið bera ábyrgð á nemendunum með mestu þarfirnar.

Þeir sem rætt var við eru þeirrar skoðunar að taka þurfi upp ýmsar aðferðir til að efla faglega starfsþróun í skólum, og/eða þróa frekar þær sem nú eru notaðar, til þess að starfslið skóla njóti fullnægjandi stuðnings til að sinna margbreytilegum námsþörfum. Eftirfarandi er það sem helst var nefnt:

  • Auka þurfi beina æfingakennslu í skólum og aðra verkþjálfun í tengslum við grunnmenntun kennara.
  • Koma þurfi upp stuðningskerfi fyrir óreynda kennara í hverjum skóla, ásamt formlegri móttöku kennara sem nýlega hafa lokið námi.
  • Auka þurfi framboð á sérhæfðri þjálfun sem býr allt starfsfólk undir það hlut­verk að sinna margbreytilegum þörfum nemenda.
  • Fjölga þurfi tækifærum til að vinna úr og nýta góðan árangur af lærdómssam­félögum fagfólks með þátttöku starfsfólks háskóla og annarra skólastiga í sameiginlegum verkefnum og starfendarannsóknum.

Tryggja þurfi framboð á sameiginlegri þjálfun fyrir kennarahópa og allt annað starfsfólk skóla.

Viðmælendur úr öllum hópum menntakerfisins telja að grunnmenntun og símennt­un eða starfsþróun alls starfsfólks þurfi almennt að miðast í miklu ríkara mæli við skólastarfið eins og það er í raun.

4.5 Er nægilega vel búið að skólaþjónustu á öllum skólastigum að því er varðar starfsfólk og fjárframlög til þess að unnt sé að fullnægja þörfum skóla og nemenda?

Þeir sem rætt var við gáfu nokkuð mótsagnakenndar upplýsingar um hvort fjárfram­lög væru fullnægjandi, enda hafa þeir afar breytilegar hugmyndir um hvað orðið „fullnægjandi“ merki þegar litið er til framlaganna eins og þau eru í reynd. Að sögn viðmælenda í skólasamfélaginu eru engar samþykktar leiðbeinandi reglur til um hversu margt starfsfólk þurfi að vera og hvaða fjárframlög séu nauðsynleg, né held­ur um hverjar áherslur starfsfólks skólaþjónustunnar eigi að vera og hvaða verklag skuli viðhaft.

Dreifstýring íslenska menntakerfisins hefur leitt til breytilegrar tilhögunar þjónust­unnar og þar með breytilegra væntinga og viðhorfa til fjárframlaga:

  • á mismunandi stigum kerfisins (á landsvísu, í sveitarfélögum og í skólum),
  • í mismunandi landshlutum og byggðarlögum,
  • milli einstakra hluta hins opinbera kerfis (mennta-, heilbrigðis- og velferðar­kerfis),milli skólastiga.

Starfsfólk leik- og grunnskóla virðast almennt hafa jákvæðari mynd af þeim stuðn­ingi sem þeim býðst frá sveitarfélögum. Fulltrúar framhaldsskólanna telja meiri þörf á að auka fjárframlög til þess að tryggja að mismunandi skólar eigi kost á stuðningi af mismunandi tagi.

Þegar á heildina er litið virðist það útbreidd skoðun á vettvangi skólanna að meiri fjárframlaga sé þörf. Mörgum úr þessum hópi þykir sem lítil fjárframlög og veikleikar sem þeir sjá á skólaþjónustunni setji þeim skorður. Þetta skýrir að hluta til hversu fast er sótt að afla nemendum með sérþarfir í námi formlegs mats og greiningar og tryggja skólanum á þeim grundvelli viðbótarframlög sem nýtast nemendahópnum í heild. (Nánari umfjöllun um þetta atriði er að finna í undirkafla 5.1.

Sumir færa þó rök fyrir því að nýta mætti fjárframlög og starfskrafta betur með því að fara nýjar leiðir við skipulagningu skólaþjónustu skóla og sveitarfélaga. Viðmæl­endur úr öllum hópum skólasamfélagsins telja að endurskoða beri þá tilhögun stuðnings og þjónustu sem nú tíðkast með það að markmiði að gera hana sveigjan­legri og leiðbeina skólaþjónustu sveitarfélaganna betur um hvernig standa ber að þjónustunni þannig að jafnræðis sé gætt.

 

4.6 Er nægilega greiður aðgangur að greiningu í heilbrigðis- og velferðarkerfinu?

Greiningarkerfið sem notað er virðist ekki nýtast öllum nemendum. Margir í skóla­samfélaginu, einkum foreldrar og aðrir aðstandendur, telja núverandi kerfi ekki gegna hlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Það er sagt valda vandkvæðum og ójöfnuði þar eð oft sé löng bið eftir tilvísun og hvers kyns íhlutun sem getur komið til móts við þarfir barnsins. Í skólunum eru margir þeirrar skoðunar að „greiningar­hraði“ sé of lítill og mat á þörfum of tímafrekt, með þeim afleiðingum að ekki sé unnt að bregðast tímanlega við námsþörfunum.

Á hinn bóginn virðist mega segja að mikilvægasta atriðið sem taka þarf til endur­skoðunar í kerfinu sé núverandi tilhögun formlegrar greiningar á einstaklings­bundnum námsþörfum. Þetta kemur skýrt fram hjá fulltrúum allra hópa skólasam­félagsins: Kerfið sem nú er notað og byggist á því að verja miklum fjármunum til greiningar á einstaklingsbundnum námsþörfum hefur óæskilegar afleiðingar í þeim skilningi að það ýtir undir „læknisfræðilega nálgun“ á námsvanda. Margir eru þeirrar skoðunar að beina þurfi athyglinni að færni nemenda í daglegum athöfnum, ekki að fötlun þeirra eða námserfiðleikum. Kerfið sem nú er notað stuðlar hins vegar ekki að slíkri hugsun og verklagi.

Áherslan á greiningu stendur í vegi fyrir því að þörfum nemenda sé sinnt, þar eð stuðningur í núverandi kerfi er fyrst og fremst veittur þeim nemendum sem fengið hafa formlega greiningu. Fulltrúar allra hópa skólasamfélagsins telja að slík áhersla hljóti að kalla á ójöfnuð og hún fái því ekki staðist hvort sem litið sé til lengri eða skemmri tíma.

Þessi staða mála veldur því að aðgangur að þjónustu er aldrei „fullnægjandi“. Óskum um greiningu mun sífellt fara fjölgandi því að fara verður þá leið til að afla nemendum og starfsliði skóla „nauðsynlegs“ stuðnings. Það stuðlar ekki að hag­kvæmni að binda stuðninginn við greiningu með þeim hætti sem nú er gert. Öllum í skólasamfélaginu er ljóst að af ofangreindum ástæðum er stuðningur víða ófullnægjandi í kerfinu.

Ofangreind tilhögun torveldar jafnframt samstarf heilbrigðis-, velferðar- og mennta­kerfanna. Eftir því sem óskum um tilvísanir milli kerfa fjölgar verða fleiri um hituna og það getur leitt til þess að hvert kerfi um sig reisi um sig skjaldborg og neiti að „gangast við“ ábyrgð á því að takast sameiginlega á við mál og úrlausnarefni sem varða öll kerfin.

 

4.7 Geta skólastjórnendur haft forystu um að innleiða skólastarf án aðgreiningar?

Fulltrúar allra hópa skólasamfélagsins leggja áherslu á mikilvægi þess að skólastjórn­endur og ráðamenn í sveitarfélögum geti haft forystu um að innleiða skólastarf án aðgreiningar sem grundvallarþátt í árangursríkri framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar. Allir eru þó einnig sammála um að þetta flókna verkefni sé mjög háð pólitísku umhverfi hvers sveitarfélags, tækifærum til fjármögnunar og tilhögun skólahalds.

Fulltrúar skóla og sveitarfélaga telja nokkra hættu á að trúnaðartraust milli þeirra verði lítið þar eð hvorir tveggja þurfi að verja æ meiri tíma til umsýslustarfa og lítið ráðrúm sé þá til að veita forystu á sviði skólamála. Skólastjórnendur eru taldir hafa tekið upp á sína arma meginhugsun og markmið stefnunnar um menntun án að­greiningar. Aftur á móti þarfnast þeir aðstoðar við að byggja upp skólastarf án aðgreiningar hver í sínum skóla. Niðurstöður netkönnunarinnar sýna að þeir telja starf sitt mótast fyrst og fremst af stefnunni sem skólinn sjálfur hefur mótað sér, og að sú stefna hafi góð áhrif á skólastarf án aðgreiningar. Næst þessu telja þeir starf sitt mótast af stefnunni sem mótuð hefur verið um menntun án aðgreiningar á landsvísu, fremur en stefnu viðkomandi sveitarfélags á þessu sviði.

Skólastjórnendur hafa með sér formlegt og óformlegt samstarf um skólastarf án að­greiningar. Margir leggja þó áherslu á að skólastjórnendur þarfnist kerfisbundnari stuðnings, og meðal annars þurfi að koma til formlegra námsframboð sem auðveldi þeim að þróa hugsun sína og viðhorf á sviði skólastarfs án aðgreiningar. Slíkt myndi gera þeim kleift að styðja starfsfólk skóla til að breyta eigin hugsun og vinnu­brögðum.

Nær þrír af hverjum fjórum skólastjórnendum sem svöruðu netkönnuninni höfðu enga formlega þjálfun fengið á sviði skólastarfs án aðgreiningar eða kennslu nem­enda með sérþarfir. Ekki var kannað í úttektinni hvort stjórnendum á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga stæðu til boða sérstök námskeið um málefni sem varða skólastarf án aðgreiningar.

Sveitarstjórnarmenn og skólastjórnendur þurfa einnig á stuðningi að halda til að byggja upp lærdómssamfélög fagfólks. Þeir telja sig þurfa á leiðbeiningum að halda um hvernig búa skuli kennara og annað starfsfólk skóla undir breytta starfshætti, meðal annars innan kennarateyma. Í þessu skyni telja þeir nauðsynlegt að virkja þátttöku og framlag fólks sem sinnir menntamálum á landsvísu, einkum á ráðu­neytisstigi. Stjórnendur sveitarfélaga og skóla þurfa að geta rætt við þá sem hafa forystu um menntun án aðgreiningar á landsvísu og fengið frá þeim leiðsögn um þróun og nýbreytni í skólastarfi sem samræmist opinberri stefnu.

 

4.8 Hefur kennurum verið skapaður sérstakur vettvangur til að hittast og deila reynslu sinni hver með öðrum?

Úttektin leiddi í ljós að nokkur dæmi voru um að starfsfólk miðlaði sín í milli nýjung­um á sviði skólastarfs án aðgreiningar, bæði innan skóla og milli þeirra, svo og milli skóla og annarra stofnana menntakerfisins (skólaþjónustu og háskóla). Fá tækifæri virðast þó gefast til að skiptast á áhugaverðum og hugsanlega gagnlegum dæmum, og þá fyrst og fremst í óformlegum tengslanetum. Þeir sem rætt var við eru þeirrar skoðunar að auka beri samstarf á öllum stigum menntakerfisins og gefa kennurum markvissari færi á að hafa samskipti sín í milli, deila reynslu og skiptast á dæmum úr starfi sínu.

Þau tækifæri sem nú bjóðast til slíkra samskipta virðast að mestu bundin við ein­staka skóla eða þjálfun í starfi sem skipulögð er innan skóla. Að sögn starfsfólks skóla eru jafnvel slík tækifæri takmörkuð vegna þess litla tíma sem kennurum er gefinn og ósveigjanlegra vinnuferla. Á vettvangi skóla eru allir hópar viðmælenda, m.a. foreldrar, sammála um að kennurum gefist ekki tími og svigrúm til teymisvinnu.

Kennsla er almennt talin fara að mestu fram undir stjórn eins kennara og kennurum gefast fá tækifæri til að hittast og ræða skólastarfið í jafningjasamstarfi og við annað fagfólk. Viðmælendur töldu að meira þyrfti að vera um formleg tækifæri til slíkra samskipta:

  • ekki síst fyrir kennara sem nýlega hafa lokið námi, til þess að auðvelda þeim fyrstu skrefin í kennarastarfinu,
  • fyrir starfsfólk skóla, til þess að hittast til að ræða vandamál og úrlausnarefni og komast að sameiginlegri niðurstöðu um lausnir,
  • fyrir starfsfólk mismunandi skóla, til þess að þróa samstarf á grundvelli teymisvinnu,
  • fyrir hópa starfsfólks skóla og háskóla, til þess að byggja upp formleg tengsl og samfélög um skólastarf.

Þeir sem sinna menntamálum á vettvangi ríkis og sveitarfélaga nefna einnig að þeim þyki skorta formlegar leiðir til að stunda skólastarf án aðgreiningar í menntakerfinu sem heild og miðla upplýsingum um það. Þá er átt við samskipti bæði innan hvers skólastigs og skóla, og milli skóla og landshluta.

 

4.9 Hefur þeim sem annast faglega starfsþróun verið skapaður sérstakur vettvangur til að hittast, deila reynslu sinni hver með öðrum og stuðla að betri samhæfingu kennsluhátta?

Háskólarnir, svo og skólaþjónusta sveitarfélaga, annast grunnmenntun og faglega starfsþróun starfsfólks skóla. Í samtölum við viðmælendur úr skólasamfélaginu kemur fram að engum sérstökum vettvangi hafi verið komið upp fyrir stofnanir sem annast slíka þjónustu. Margir þeirra sem hafa umsjón með kennaramenntun nefna að þeir þurfi á meiri stuðningi að halda í starfi, einkum til þess að auka eigin færni í sérgreinum á borð við kennslu án aðgreiningar og tækni.

Viðmælendur af ýmsum stigum menntakerfisins benda sérstaklega á að inntak náms á sviði faglegrar starfsþróunar sé með ýmsu móti, sem og aðferðirnar sem notast er við í háskólum sem mennta kennara. Litið er svo á að samhæfa þurfi betur þjónust­una sem skólum stendur til boða á sviði starfsþróunar.

 

4.10 Skilja foreldrar hugmyndirnar að baki stefnunni um menntun án aðgreiningar?

Fram kemur hjá fulltrúum sveitarfélaga og skóla, en einnig foreldrunum sjálfum, að flestir foreldrar séu sammála þeim hugmyndum sem liggja stefnunni um menntun án aðgreiningar til grundvallar, einkum eins og henni er framfylgt í leikskólum og í fyrstu bekkjum grunnskóla. Það er þó erfiðleikum bundið að koma þessum hug­myndum í framkvæmd og afstaða margra foreldra mótast af því að greining er nauðsynleg forsenda þess að afla börnum þeirra viðbótarstuðnings (ítarlegri um­fjöllun um þetta er að finna í undirköflum 4.6 og 5.3.)

Sumir foreldrar telja að fagþekkingu og stuðning skorti í almennum námshópum. Sérkennsla utan almennrar kennslustofu er því í augum foreldra betri kostur fyrir börnin og leið til að tryggja þeim gæðamenntun. Sumt starfsfólk skóla telur að gera þurfi meira til að hjálpa foreldrum að átta sig á að aðstoð við einn nemanda í sérkennslu sé ekki alltaf áhrifaríkasta leiðin til að sinna „sérstökum“ þörfum.

Margir foreldrar nefna að mesti vandinn sem barn þeirra eigi við að glíma tengist ekki náminu, heldur félagslegum samskiptum: vinatengslum og leik við önnur börn. Foreldrum og starfsfólki skóla þykir almennir skólar ekki leggja næga áherslu á þessar hliðar á þátttöku barna í skólastarfi og áhuga á námi.

 

4.11 Eru foreldrar hafðir með í ráðum um ákvarðanir sem varða menntun barna þeirra?

Skoðanir á þessu málefni virðast mjög skiptar í skólasamfélaginu. Margt starfsfólk skóla telur að foreldrar séu hafðir með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar. For­eldrar eru þó oft á öðru máli og virðast líta áhrif sín að þessu leyti allt öðrum augum.

Þessi viðhorfsmunur kemur meðal annars fram í tengslum við þátttöku foreldra í gerð einstaklingsnámskráa. Hartnær tveir af hverjum þremur foreldrum sem svör­uðu netkönnuninni segja að sér gefist „að litlu leyti“ eða „alls ekki“ kostur á að hafa áhrif á námskrá barns síns og fylgja henni eftir. Um 45% kennara svara því til að ein­staklingsnámskrár stuðli „að litlu leyti“ eða „alls ekki“ að þátttöku foreldra í námi barnanna. Þrír af hverjum fjórum skólastjórnendum sem svöruðu könnuninni segja aftur á móti að einstaklingsnámskrár stuðli að slíkri þátttöku. Verulegur munur er á skoðunum foreldra, kennara og skólastjórnenda að því er varðar einstaklingsnám­skrár og þátttöku foreldra.

Með tengslakortunum sem gerð voru í sambandi við vettvangsrannsókn úttektar­innar var skoðað til hverra foreldrarnir sem þátt tóku í rannsókninni höfðu leitað nýlega vegna barns síns. Greining á tengslakortunum leiðir í ljós að ýmis dæmi eru um úrræði og formlegar leiðir sem foreldrar geta nýtt sér til þátttöku og til að sækja sér stuðning, og má þar nefna stuðningshópa og ráðgjafarþjónustu.

Svör foreldra voru þó afar mismunandi og virðist það benda til þess að misjafnt sé eftir sveitarfélögum hvaða þjónusta þeim býðst að þessu leyti. Hugsanlegt er að þátttaka foreldra og upplýsingagjöf til þeirra nægi ekki alltaf til að halda þeim upp­lýstum eða fullvissa þá um gæði menntunarinnar sem barn þeirra fær.

Greining á tengslakortunum staðfesti jafnframt að sumum foreldrum fyndist þeir ekki hafa engin tengsl við menntun barnsins. Foreldrar og aðrir sem rætt var við töluðu um „baráttu“ sem sumir foreldrar þyrftu að heyja, einkum til þess að tryggja að réttindi þeirra sjálfra og réttindi barnanna væru virt.

 

Samantekt

Niðurstöður í tengslum við 4. viðmið sýna að margt starfsfólk skóla segist fá ófull-nægjandi stuðning til að ígrunda og framkvæma dagleg störf sín með menntun án aðgreiningar að leiðarljósi. Á öllum stigum menntakerfisins má finna dæmi um um-bætur að því er varðar skipulag, námsefni, námsmat, kennsluhætti, námsaðstoð, tækifæri til faglegrar starfsþróunar fyrir alla þá sem vinna að menntamálum og árangursrík samskipti starfsfólks. Slík vinnubrögð hafa þó hvorki náð mikilli út-breiðslu né orðið föst venja í skólastarfinu. Tryggja þarf að þörfin á viðeigandi og árangursríkum stuðningi við skólastarf, bæði almennt og í einstökum aldurshópum, sé öllum ljós.

Þessar niðurstöður ríma að flestu leyti við atriðin sem íslenski starfshópurinn fjallaði um í skjalinu Gagnrýnið sjálfsmat, sjá 2. viðauka.

Mat á vísbendingunum er sem hér segir:

4.1 Vísbendingin Skólaþjónusta er starfrækt með það grundvallarmarkmið fyrir augum að styrkja nemendur, aðstandendur þeirra og kennara í starfi sínu í skólanum er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.2 Vísbendingin Allir skólar fá viðeigandi stuðning frá sérfræði- og skólaþjónustu til að veita þá þjónustu sem nemendur með einstaklingsbundnar námsþarfir þurfa á að halda er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.3 Vísbendingin Stuðningskerfið er vel samhæft og auðskiljanlegt er á því stigi að:

    vinna þarf að hefjast.

4.4 Vísbendingin Öllu starfsfólki er gefinn kostur á þjálfun við sitt hæfi til þess að tryggja að það geti brugðist við fjölbreyttum nemendahópi á jákvæðan hátt er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.5 Vísbendingin Nægilega vel er búið að skólaþjónustu á öllum skólastigum að því er varðar starfsfólk og fjárframlög til þess að unnt sé að fullnægja þörfum skóla og nemenda er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.6 Vísbendingin Nægilega greiður aðgangur er að greiningu í heilbrigðis- og velferðarkerfinu er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.7 Vísbendingin Skólastjórnendur geta haft forystu um að innleiða skólastarf án aðgreiningar er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.8 Vísbendingin Kennurum hefur verið skapaður sérstakur vettvangur til að hittast og deila reynslu sinni hver með öðrum er á því stigi að:

    vinna þarf að hefjast.

4.9 Vísbendingin Þeim sem annast faglega starfsþróun hefur verið skapaður sér-stakur vettvangur til að hittast, deila reynslu sinni hver með öðrum og stuðla að betri samhæfingu kennsluhátta er á því stigi að:

    vinna þarf að hefjast.

4.10 Vísbendingin Foreldrar skilja hugmyndirnar að baki stefnunni um menntun án aðgreiningar er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.11 Vísbendingin Foreldrar eru hafðir með í ráðum um ákvarðanir sem varða menntun barna þeirra er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4. viðmiðið í heild, Öllum í skólasamfélaginu, á öllum stigum kerfisins, sé gert kleift að ígrunda og framkvæma dagleg störf sín með menntun án aðgreiningar að leiðarljósi er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.


Meginniðurstöður í tengslum við 4. viðmið

 

Styrkleikar sem menntakerfið býr yfir að því er viðmiðið varðar

 

Grundvallarstyrkur menntakerfisins að því er þetta viðmið varðar liggur í því að í flestum skólum á öllum skólastigum er ótvíræður stuðningur við markmiðin að baki stefnu um menntun án aðgreiningar. Meðal annarra styrkleika má nefna góðan stuðning foreldra og annarra aðstandenda skólanna og þau tækifæri sem gefast á grundvelli aðalnámskrár til að byggja upp félagslegar hliðar menntakerfis sem er ætlað öllum nemendum.

 

Á öllum skólastigum starfar vel menntað, reynslumikið og áhugasamt starfsfólk sem vinnur af heilindum og er fúst að fara nýjar leiðir í vali á námsefni og tilhögun kennslu. Víða má sjá nýbreytni í kennslu, meðal annars á grundvelli faglegrar starfs­þróunar. Það á einkum við um kennara sem eiga þess kost að sækja ýmiss konar starfsþjálfun í skólum, háskólum og jafnvel erlendis.

 

Umtalsverður sveigjanleiki er í menntakerfinu og skólar hafa því svigrúm til að þróa skólastarfið með samstarfsverkefnum af ýmsu tagi. Þessi sveigjanleiki kerfisins gerir það einnig kleift að byggja upp aðrar tegundir stuðnings, til dæmis að veita nemend­um á afskekktum svæðum og aðstandendum þeirra ýmiss konar aðstoð og upplýs­ingar með aðstoð upplýsinga- og samskiptatækni.

 

Brýnustu úrlausnarefni

 

4.1 Er skólaþjónusta starfrækt með það grundvallarmarkmið fyrir augum að styrkja nemendur, aðstandendur þeirra og kennara í starfi sínu í skólanum?

 

Af umræðum með þátttöku fulltrúa allra hópa innan skólanna, frá ýmsum lands­hlutum og svæðum, má ráða að oft eru mismunandi markmið að baki þeirri stoð­þjónustu sem skólar geta nýtt sér, eða ólík sjónarmið uppi um það hvernig styrkja má nemendur, aðstandendur þeirra og kennara í starfi sínu í skólanum og samskipt­um við hann. Af þeim sökum er munur á starfi stuðningskerfanna og þjónustunni sem veitt er.

 

Viðmælendur telja að ekki sé jafnræði að því er varðar framboð á þjónustu, enda sé það afar misjafnt eftir landshlutum. Sú skoðun kemur skýrt fram að stór þéttbýlis­svæði á borð við Reykjavík njóti meiri og betri þjónustu sem nemendur, aðstand­endur og skólar á afskekktari svæðum eiga ekki alltaf kost á að nýta sér.

 

Jafnvel á svæðum sem njóta margþættrar þjónustu nefna viðmælendur þó að hún sé ekki samhæfð á þann hátt að hún nýtist til fulls. Fólk greinir á um skiptingu ábyrgðar og fjárframlaga milli stofnana menntakerfisins annars vegar og heilbrigðis­kerfisins hins vegar. Margir í skólasamfélaginu taka fram að afar misjafnt sé hvaða þjónustu er unnt að fá í heilbrigðis- og menntakerfinu. Þeir benda á að einkum í minni sveitarfélögum sé þess oft ekki kostur að bjóða þjónustu sem er sambærileg við það sem annars staðar gerist og þannig að jafnræðis sé gætt. Æskilegt er talið að starfsfólk skólaþjónustu sveitarfélaganna fái til liðs við sig fagfólk í heilbrigðisþjón­ustu til þess að geta stutt við margþættari þarfir nemenda, meðal annars geðheil­brigðisvanda. Margir eru þeirrar skoðunar að skilgreina þurfi betur hlutverk skóla, heilsugæslustöðva, félagsþjónustu og menntakerfis. Jafnframt verði að bæta upplýs­ingaflæðið milli þeirra sem veita þessa þjónustu og mat á þeim árangri sem þjónust­an skilar.

 

Viðmælendur í skólasamfélaginu nefna að skólaþjónusta feli almennt í sér teymis­vinnu um barnið í samvinnu foreldra, kennara, annars starfsfólks skóla og starfsfólks skólaþjónustu. Þeir benda þó einnig á að mismunandi sé eftir byggðarlögum hvernig staðið sé að skólaþjónustu og hvernig hún sé mönnuð, og þannig sé misjafnt hvaða fagfólk er tiltækt til stuðnings hverjum skóla.

 

Í sumum tilvikum þykir skólaþjónusta taka mið af þjónustu við fatlaða og starfsfólk gegni þannig hlutverki ráðgjafa en sinni ekki einstökum nemendum nema þeir hafi verið greindir með sérþarfir. Þetta er talið hvetja foreldra og skóla til að vísa nem­endum þangað til formlegrar greiningar á námsþörfum, enda sé engin önnur leið fær til að afla þeim stuðnings. Slíkur stuðningur styrkir ekki viðbrögð skólanna við uppeldislegum vanda, eykur ekki hæfni þeirra til að sinna margbreytilegum þörfum nemenda og hvetur ekki kennara til að taka jafna ábyrgð á öllum nemendum. Þá stuðlar hann ekki að daglegum samskiptum á vettvangi skólans milli nemenda sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda og jafnaldra þeirra.

 

Sumir í hópi starfsfólks skóla telja að hér liggi að baki að starfsfólk skólaþjónustu hafi ekki alltaf skilning á starfinu sem fram fer í skólum. Tillögur þeirra um hvað gera megi til að sinna þörfum nemenda stangist því stundum á við aðstæður í daglegu starfi skólans.

 

Þeir sem sinna menntamálum á vettvangi ríkis og sveitarfélaga kannast einnig við þann vanda sem blasir við skólum vegna breytilegs framboðs á skólaþjónustu í landinu. Margir nefna að straumhvörf hafi orðið á árunum eftir 1996, þegar rekstur grunnskóla var færður til sveitarfélaga, því að þá hafi verið teknar tímamótaákvarð­anir sem hafi haft áhrif allt fram á þennan dag, svo sem að leggja niður átta fræðslu­skrifstofur sem veittu grunnskólum þjónustu og flytja starfsemi þeirra beint til sveitarfélaganna. Sumir telja að stuðningur við skóla hafi minnkað og að hann dreifist of mikið, einkum í minnstu sveitarfélögunum. Á vettvangi ríkis og sveitar­félaga telja sumir æskilegt að einfalda kerfið með því að setja upp sérstakar þjón­ustumiðstöðvar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk skóla gætu sótt alla skólaþjónustu til.

 

4.2 Fá allir skólar viðeigandi stuðning frá sérfræði- og skólaþjónustu til að veita þá þjónustu sem nemendur með einstaklingsbundnar námsþarfir þurfa á að halda?

 

Samkvæmt niðurstöðum netkönnunarinnar sinnir meiri hluti kennara (86,3%) og annars starfsfólks skóla (93%) nemendum sem fengið hafa formlegt mat og grein­ingu á sérþörfum í námi og/eða fötlun. Þá sinnir meiri hluti kennara (61,8%) og annars starfsfólks skóla (63,2%) einnig nemendum sem njóta sérstakrar aðstoðar við námið enda þótt þeir hafi ekki fengið formlegt mat og greiningu á sérþörfum í námi og/eða fötlun.

 

Flestir skólar og kennarar á Íslandi glíma því við þann vanda að eiga ekki kost á árangursríkum stuðningi til að koma til móts við einstaklingsbundnar námsþarfir.

 

Netkönnunin sýnir að mörgum kennurum og öðru starfsfólki skóla þykir skorta á samstarf við annað fagfólk og aðra sem starfa innan skólasamfélagsins. Meiri hluti kennara svarar því til að þeim sé annaðhvort „að litlu leyti“ eða „alls ekki“ gefinn kostur á samstarfi við fagfólk úr öðrum greinum. Önnur gögn sem stuðst var við í úttektinni benda til þess að ýmsir hópar starfsfólks í skólum, en þó einkum kennarar, finni til einangrunar í starfi. Þeim þykir sem dregið hafi úr formlegum stuðningi í skólum enda þótt nemendum með sérþarfir í námi fari fjölgandi.

 

Meira en helmingur þeirra kennara sem svöruðu netkönnuninni lýstu sig „að litlu leyti“ eða „alls ekki“ sammála þeirri fullyrðingu að stuðningur þverfaglegra hópa gerði þeim auðveldara að skipuleggja nám þeirra sem hafa einstaklingsbundnar námsþarfir og leysa vandamál í tengslum við það. Þá svarar meira en helmingur kennara því til að þeim sé annaðhvort „að litlu leyti“ eða „alls ekki“ gefinn kostur á samstarfi við fagfólk úr öðrum greinum.

 

Starfsfólki skóla þykir einkum sem þörf sé á meiri stuðningi sérfræði- eða skólaþjón­ustu til þess að sinna megi þörfum nemenda sem eiga við sérstaka erfiðleika að glíma. Þeir sem sinna menntamálum á vettvangi ríkis og sveitarfélaga telja að bregð­ast megi við þessu með því að endurskilgreina og byggja betur upp hlutverk sérskóla og sérdeilda í tengslum við ráðgjöf við starfsfólk almennra skóla ráðgjöf og vinnu við að auka hæfni þess. Jafnframt þessu er sérstaklega bent á að stuðla þurfi að jöfnuði með því að tryggja aðgengi að sérfræðiþekkingu fyrir nemendur með sjaldgæfar sér­þarfir, en munur þykir vera á slíku aðgengi eftir landshlutum og svæðum.

 

Í samræmi við þetta er einnig bent á að sérskólar og sérdeildir hafi mikilvægu hlut­verki að gegna í stuðningi við almenna skóla. Þeir sem starfa á vettvangi sveitarfél­aga og skóla, m.a. þeir sem annast sérkennslu, telja að þróa þurfi fleiri kosti í þver­faglegu samstarfi. Þar geti verið um að ræða beint samstarf, sveigjanlegri reglur um hvenær nemendur eru settir í sérskóla eða sérdeildir annars vegar og almenna bekki hins vegar, og nýtingu sérfræðiþekkingar á sérkennslu til að auka hæfni starfsfólks almennra skóla.

 

Þá er talið æskilegt að í stað þess að skólaþjónustan einbeiti sér að erfiðleikum ein­stakra nemenda verði aukin áhersla lögð á stuðning við hæfni kennara til að sinna margvíslegum þörfum nemenda. Sumir þeirra sem starfa á vettvangi sveitarfélaga eða skóla nefna að skólaþjónusta bjóði oft skammtímalausnir sem miðast við ein­staklingsbundnar námsþarfir, fremur en langtímalausnir sem hafi það markmið að auka færni allra kennara í að takast á við fjölbreytileika nemendahópsins í heild.

 

Samkvæmt niðurstöðum netkönnunarinnar er það almenn skoðun þeirra sem starfa á vettvangi skólanna, og þá einnig foreldra, að til þess að nemendur sem fengið hafa formlegt mat og greiningu á sérþörfum í námi geti náð árangri í skóla sé mikilvægast að kennarar og annað starfsfólk skóla noti sveigjanlegar kennsluaðferðir. Merkja má aukna viðurkenningu á því meðal allra hópa í skólasamfélaginu að nýrra vinnu­bragða sé þörf í skólum og skólastofum.

 

Að áliti fjölmargra á vettvangi skóla er nauðsynlegt að viðurkenna að margir nem­endur, foreldar og starfsfólk skóla telji menntakerfið of „gamaldags“ og ósveigjan­legt. Sumir þeirra nefna að skólar þurfi að taka upp nýtt verklag sem felur í sér sveigjanlegri kennsluaðferðir og meiri aðlögun námsins að þörfum hvers og eins nemanda, fremur en einstaklingsaðlagað nám í þágu fárra nemenda (ítarlegri um­fjöllun um þennan greinarmun er að finna í 3. viðauka: Skýrsla um úrvinnslu rann­sóknargagna). Ekki síst heyrast þær raddir í öllum hópum skólasamfélagsins að auka þurfi áhrif nemenda á ákvarðanir sem varða námsframvindu þeirra.

 

Í hópi þeirra sem sinna menntamálum á vettvangi ríkis og sveitarfélaga heyrast þær raddir að ræða þurfi og ná betra samkomulagi um hvaða merkingu ber að leggja í hugtökin „árangursríkur“ og „við hæfi nemanda“ í tengslum við veitta þjónustu. Einkum telja þeir sem starfa á vettvangi sveitarfélaga brýnt að fá meiri leiðsögn um þær tegundir þjónustu og það þjónustustig sem öll sveitarfélög og allir landshlutar þurfi að geta boðið fram. (Nánari umfjöllun um þetta er að finna í undirkafla 2.2.)

 

4.3 Er stuðningskerfið vel samhæft og auðskiljanlegt?

 

Það er skoðun flestra viðmælenda í öllum hópum skólasamfélagsins að óljóst sé hvernig staðið er að samhæfingu stuðningskerfisins á vettvangi ríkis og sveitarfél­aga. Einkum þykir starfsfólki skóla óljóst hvernig ábyrgð á þjónustunni sem veitt er skiptist milli sveitarfélaga og viðkomandi ráðuneyta.

 

Margir láta þess getið að oft sé mikið gagn að persónulegum tengslum fagfólks frá ólíkum þjónustustofnunum. Þeir telja aftur á móti þörf á að samhæfa þjónustuna betur og að tengingu skorti milli þjónustunnar sem veitt er í skólum, á vegum skóla­þjónustu og í þjónustumiðstöðvum. Sumir nefna að það auki á vanda nemenda og aðstandenda þeirra hversu lítil tengsl eru milli þjónustu og stuðnings í grunnskólum og framhaldsskólum, og hversu mikill munur er á því hvaða þjónusta er í boði og hver áhersluatriðin eru. Breytilegt framboð á þjónustu innan skólastiga veldur ólíkum væntingum og vekur spurningar um gæði þjónustunnar.

 

Það er einkum starfsfólk skóla sem segist eiga í erfiðleikum með að greina hvernig ábyrgð skiptist milli menntakerfis og heilbrigðiskerfis, og að grá svæði milli kerfanna tveggja komi niður á starfi skólanna. Óskin um aukið samstarf og opnari samskipti kerfanna kemur skýrt fram í öllum hópum skólasamfélagsins.

 

4.4 Er öllu starfsfólki gefinn kostur á þjálfun við sitt hæfi til þess að tryggja að það geti brugðist við fjölbreyttum nemendahópi á jákvæðan hátt?

 

Ítarlega umfjöllun um menntun starfsfólks er að finna í 7. kafla, sbr. sérstaklega undirkafla 7.4. Í þessum undirkafla er athyglinni beint að skoðunum viðmælenda á þeim tækifærum til faglegrar starfsþróunar sem bjóðast í skólum og gera starfsfólki kleift að sinna margbreytilegum námsþörfum nemenda.

 

Viðmælendur í öllum hópum skólasamfélagsins eru þeirrar skoðunar að skólar njóti mikils frjálsræðis í starfi sínu. Þess vegna má líta svo á að framkvæmd opinberrar stefnu hvíli að of miklu leyti á því hvaða leiðir starfslið skóla og einstakir starfsmenn kjósa að fara. Sumir telja að afleiðing þessa sé ójöfnuður og ójafnræði í öllu kerfinu.

 

Margir í skólasamfélaginu telja að forsenda allrar umræðu um faglega starfsþróun sé að tryggja að allt starfsfólk skóla, og þó einkum kennarar, geri sér fulla grein fyrir ábyrgð sinni á því að koma til móts við afar margbreytilegar þarfir nemenda.FMörg dæmi þykja um að starfsfólkið sem minnsta menntun hefur sé látið bera ábyrgð á nemendunum með mestu þarfirnar.

 

Þeir sem rætt var við eru þeirrar skoðunar að taka þurfi upp ýmsar aðferðir til að efla faglega starfsþróun í skólum, og/eða þróa frekar þær sem nú eru notaðar, til þess að starfslið skóla njóti fullnægjandi stuðnings til að sinna margbreytilegum námsþörfum. Eftirfarandi er það sem helst var nefnt:

  • Auka þurfi beina æfingakennslu í skólum og aðra verkþjálfun í tengslum við grunnmenntun kennara.
  • Koma þurfi upp stuðningskerfi fyrir óreynda kennara í hverjum skóla, ásamt formlegri móttöku kennara sem nýlega hafa lokið námi.
  • Auka þurfi framboð á sérhæfðri þjálfun sem býr allt starfsfólk undir það hlut­verk að sinna margbreytilegum þörfum nemenda.
  • Fjölga þurfi tækifærum til að vinna úr og nýta góðan árangur af lærdómssam­félögum fagfólks með þátttöku starfsfólks háskóla og annarra skólastiga í sameiginlegum verkefnum og starfendarannsóknum.

Tryggja þurfi framboð á sameiginlegri þjálfun fyrir kennarahópa og allt annað starfsfólk skóla.


Viðmælendur úr öllum hópum menntakerfisins telja að grunnmenntun og símennt­un eða starfsþróun alls starfsfólks þurfi almennt að miðast í miklu ríkara mæli við skólastarfið eins og það er í raun.

 

4.5 Er nægilega vel búið að skólaþjónustu á öllum skólastigum að því er varðar starfsfólk og fjárframlög til þess að unnt sé að fullnægja þörfum skóla og nemenda?

 

Þeir sem rætt var við gáfu nokkuð mótsagnakenndar upplýsingar um hvort fjárfram­lög væru fullnægjandi, enda hafa þeir afar breytilegar hugmyndir um hvað orðið „fullnægjandi“ merki þegar litið er til framlaganna eins og þau eru í reynd. Að sögn viðmælenda í skólasamfélaginu eru engar samþykktar leiðbeinandi reglur til um hversu margt starfsfólk þurfi að vera og hvaða fjárframlög séu nauðsynleg, né held­ur um hverjar áherslur starfsfólks skólaþjónustunnar eigi að vera og hvaða verklag skuli viðhaft.

 

Dreifstýring íslenska menntakerfisins hefur leitt til breytilegrar tilhögunar þjónust­unnar og þar með breytilegra væntinga og viðhorfa til fjárframlaga:

 

  • á mismunandi stigum kerfisins (á landsvísu, í sveitarfélögum og í skólum),
  • í mismunandi landshlutum og byggðarlögum,
  • milli einstakra hluta hins opinbera kerfis (mennta-, heilbrigðis- og velferðar­kerfis),milli skólastiga.

Starfsfólk leik- og grunnskóla virðast almennt hafa jákvæðari mynd af þeim stuðn­ingi sem þeim býðst frá sveitarfélögum. Fulltrúar framhaldsskólanna telja meiri þörf á að auka fjárframlög til þess að tryggja að mismunandi skólar eigi kost á stuðningi af mismunandi tagi.

Þegar á heildina er litið virðist það útbreidd skoðun á vettvangi skólanna að meiri fjárframlaga sé þörf. Mörgum úr þessum hópi þykir sem lítil fjárframlög og veikleikar sem þeir sjá á skólaþjónustunni setji þeim skorður. Þetta skýrir að hluta til hversu fast er sótt að afla nemendum með sérþarfir í námi formlegs mats og greiningar og tryggja skólanum á þeim grundvelli viðbótarframlög sem nýtast nemendahópnum í heild. (Nánari umfjöllun um þetta atriði er að finna í undirkafla 5.1.

Sumir færa þó rök fyrir því að nýta mætti fjárframlög og starfskrafta betur með því að fara nýjar leiðir við skipulagningu skólaþjónustu skóla og sveitarfélaga. Viðmæl­endur úr öllum hópum skólasamfélagsins telja að endurskoða beri þá tilhögun stuðnings og þjónustu sem nú tíðkast með það að markmiði að gera hana sveigjan­legri og leiðbeina skólaþjónustu sveitarfélaganna betur um hvernig standa ber að þjónustunni þannig að jafnræðis sé gætt.

4.6 Er nægilega greiður aðgangur að greiningu í heilbrigðis- og velferðarkerfinu?

Greiningarkerfið sem notað er virðist ekki nýtast öllum nemendum. Margir í skóla­samfélaginu, einkum foreldrar og aðrir aðstandendur, telja núverandi kerfi ekki gegna hlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Það er sagt valda vandkvæðum og ójöfnuði þar eð oft sé löng bið eftir tilvísun og hvers kyns íhlutun sem getur komið til móts við þarfir barnsins. Í skólunum eru margir þeirrar skoðunar að „greiningar­hraði“ sé of lítill og mat á þörfum of tímafrekt, með þeim afleiðingum að ekki sé unnt að bregðast tímanlega við námsþörfunum.

Á hinn bóginn virðist mega segja að mikilvægasta atriðið sem taka þarf til endur­skoðunar í kerfinu sé núverandi tilhögun formlegrar greiningar á einstaklings­bundnum námsþörfum. Þetta kemur skýrt fram hjá fulltrúum allra hópa skólasam­félagsins: Kerfið sem nú er notað og byggist á því að verja miklum fjármunum til greiningar á einstaklingsbundnum námsþörfum hefur óæskilegar afleiðingar í þeim skilningi að það ýtir undir „læknisfræðilega nálgun“ á námsvanda. Margir eru þeirrar skoðunar að beina þurfi athyglinni að færni nemenda í daglegum athöfnum, ekki að fötlun þeirra eða námserfiðleikum. Kerfið sem nú er notað stuðlar hins vegar ekki að slíkri hugsun og verklagi.

Áherslan á greiningu stendur í vegi fyrir því að þörfum nemenda sé sinnt, þar eð stuðningur í núverandi kerfi er fyrst og fremst veittur þeim nemendum sem fengið hafa formlega greiningu. Fulltrúar allra hópa skólasamfélagsins telja að slík áhersla hljóti að kalla á ójöfnuð og hún fái því ekki staðist hvort sem litið sé til lengri eða skemmri tíma.

Þessi staða mála veldur því að aðgangur að þjónustu er aldrei „fullnægjandi“. Óskum um greiningu mun sífellt fara fjölgandi því að fara verður þá leið til að afla nemendum og starfsliði skóla „nauðsynlegs“ stuðnings. Það stuðlar ekki að hag­kvæmni að binda stuðninginn við greiningu með þeim hætti sem nú er gert. Öllum í skólasamfélaginu er ljóst að af ofangreindum ástæðum er stuðningur víða ófullnægjandi í kerfinu.

Ofangreind tilhögun torveldar jafnframt samstarf heilbrigðis-, velferðar- og mennta­kerfanna. Eftir því sem óskum um tilvísanir milli kerfa fjölgar verða fleiri um hituna og það getur leitt til þess að hvert kerfi um sig reisi um sig skjaldborg og neiti að „gangast við“ ábyrgð á því að takast sameiginlega á við mál og úrlausnarefni sem varða öll kerfin.

 

4.7 Geta skólastjórnendur haft forystu um að innleiða skólastarf án aðgreiningar?

Fulltrúar allra hópa skólasamfélagsins leggja áherslu á mikilvægi þess að skólastjórn­endur og ráðamenn í sveitarfélögum geti haft forystu um að innleiða skólastarf án aðgreiningar sem grundvallarþátt í árangursríkri framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar. Allir eru þó einnig sammála um að þetta flókna verkefni sé mjög háð pólitísku umhverfi hvers sveitarfélags, tækifærum til fjármögnunar og tilhögun skólahalds.

Fulltrúar skóla og sveitarfélaga telja nokkra hættu á að trúnaðartraust milli þeirra verði lítið þar eð hvorir tveggja þurfi að verja æ meiri tíma til umsýslustarfa og lítið ráðrúm sé þá til að veita forystu á sviði skólamála. Skólastjórnendur eru taldir hafa tekið upp á sína arma meginhugsun og markmið stefnunnar um menntun án að­greiningar. Aftur á móti þarfnast þeir aðstoðar við að byggja upp skólastarf án aðgreiningar hver í sínum skóla. Niðurstöður netkönnunarinnar sýna að þeir telja starf sitt mótast fyrst og fremst af stefnunni sem skólinn sjálfur hefur mótað sér, og að sú stefna hafi góð áhrif á skólastarf án aðgreiningar. Næst þessu telja þeir starf sitt mótast af stefnunni sem mótuð hefur verið um menntun án aðgreiningar á landsvísu, fremur en stefnu viðkomandi sveitarfélags á þessu sviði.

Skólastjórnendur hafa með sér formlegt og óformlegt samstarf um skólastarf án að­greiningar. Margir leggja þó áherslu á að skólastjórnendur þarfnist kerfisbundnari stuðnings, og meðal annars þurfi að koma til formlegra námsframboð sem auðveldi þeim að þróa hugsun sína og viðhorf á sviði skólastarfs án aðgreiningar. Slíkt myndi gera þeim kleift að styðja starfsfólk skóla til að breyta eigin hugsun og vinnu­brögðum.

Nær þrír af hverjum fjórum skólastjórnendum sem svöruðu netkönnuninni höfðu enga formlega þjálfun fengið á sviði skólastarfs án aðgreiningar eða kennslu nem­enda með sérþarfir. Ekki var kannað í úttektinni hvort stjórnendum á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga stæðu til boða sérstök námskeið um málefni sem varða skólastarf án aðgreiningar.

Sveitarstjórnarmenn og skólastjórnendur þurfa einnig á stuðningi að halda til að byggja upp lærdómssamfélög fagfólks. Þeir telja sig þurfa á leiðbeiningum að halda um hvernig búa skuli kennara og annað starfsfólk skóla undir breytta starfshætti, meðal annars innan kennarateyma. Í þessu skyni telja þeir nauðsynlegt að virkja þátttöku og framlag fólks sem sinnir menntamálum á landsvísu, einkum á ráðu­neytisstigi. Stjórnendur sveitarfélaga og skóla þurfa að geta rætt við þá sem hafa forystu um menntun án aðgreiningar á landsvísu og fengið frá þeim leiðsögn um þróun og nýbreytni í skólastarfi sem samræmist opinberri stefnu.

4.8 Hefur kennurum verið skapaður sérstakur vettvangur til að hittast og deila reynslu sinni hver með öðrum?

Úttektin leiddi í ljós að nokkur dæmi voru um að starfsfólk miðlaði sín í milli nýjung­um á sviði skólastarfs án aðgreiningar, bæði innan skóla og milli þeirra, svo og milli skóla og annarra stofnana menntakerfisins (skólaþjónustu og háskóla). Fá tækifæri virðast þó gefast til að skiptast á áhugaverðum og hugsanlega gagnlegum dæmum, og þá fyrst og fremst í óformlegum tengslanetum. Þeir sem rætt var við eru þeirrar skoðunar að auka beri samstarf á öllum stigum menntakerfisins og gefa kennurum markvissari færi á að hafa samskipti sín í milli, deila reynslu og skiptast á dæmum úr starfi sínu.

Þau tækifæri sem nú bjóðast til slíkra samskipta virðast að mestu bundin við ein­staka skóla eða þjálfun í starfi sem skipulögð er innan skóla. Að sögn starfsfólks skóla eru jafnvel slík tækifæri takmörkuð vegna þess litla tíma sem kennurum er gefinn og ósveigjanlegra vinnuferla. Á vettvangi skóla eru allir hópar viðmælenda, m.a. foreldrar, sammála um að kennurum gefist ekki tími og svigrúm til teymisvinnu.

Kennsla er almennt talin fara að mestu fram undir stjórn eins kennara og kennurum gefast fá tækifæri til að hittast og ræða skólastarfið í jafningjasamstarfi og við annað fagfólk. Viðmælendur töldu að meira þyrfti að vera um formleg tækifæri til slíkra samskipta:

  • ekki síst fyrir kennara sem nýlega hafa lokið námi, til þess að auðvelda þeim fyrstu skrefin í kennarastarfinu,
  • fyrir starfsfólk skóla, til þess að hittast til að ræða vandamál og úrlausnarefni og komast að sameiginlegri niðurstöðu um lausnir,
  • fyrir starfsfólk mismunandi skóla, til þess að þróa samstarf á grundvelli teymisvinnu,
  • fyrir hópa starfsfólks skóla og háskóla, til þess að byggja upp formleg tengsl og samfélög um skólastarf.

 

Þeir sem sinna menntamálum á vettvangi ríkis og sveitarfélaga nefna einnig að þeim þyki skorta formlegar leiðir til að stunda skólastarf án aðgreiningar í menntakerfinu sem heild og miðla upplýsingum um það. Þá er átt við samskipti bæði innan hvers skólastigs og skóla, og milli skóla og landshluta.

 

4.9 Hefur þeim sem annast faglega starfsþróun verið skapaður sérstakur vettvangur til að hittast, deila reynslu sinni hver með öðrum og stuðla að betri samhæfingu kennsluhátta?

 

Háskólarnir, svo og skólaþjónusta sveitarfélaga, annast grunnmenntun og faglega starfsþróun starfsfólks skóla. Í samtölum við viðmælendur úr skólasamfélaginu kemur fram að engum sérstökum vettvangi hafi verið komið upp fyrir stofnanir sem annast slíka þjónustu. Margir þeirra sem hafa umsjón með kennaramenntun nefna að þeir þurfi á meiri stuðningi að halda í starfi, einkum til þess að auka eigin færni í sérgreinum á borð við kennslu án aðgreiningar og tækni.

 

Viðmælendur af ýmsum stigum menntakerfisins benda sérstaklega á að inntak náms á sviði faglegrar starfsþróunar sé með ýmsu móti, sem og aðferðirnar sem notast er við í háskólum sem mennta kennara. Litið er svo á að samhæfa þurfi betur þjónust­una sem skólum stendur til boða á sviði starfsþróunar.

 

4.10 Skilja foreldrar hugmyndirnar að baki stefnunni um menntun án aðgreiningar?

 

Fram kemur hjá fulltrúum sveitarfélaga og skóla, en einnig foreldrunum sjálfum, að flestir foreldrar séu sammála þeim hugmyndum sem liggja stefnunni um menntun án aðgreiningar til grundvallar, einkum eins og henni er framfylgt í leikskólum og í fyrstu bekkjum grunnskóla. Það er þó erfiðleikum bundið að koma þessum hug­myndum í framkvæmd og afstaða margra foreldra mótast af því að greining er nauðsynleg forsenda þess að afla börnum þeirra viðbótarstuðnings (ítarlegri um­fjöllun um þetta er að finna í undirköflum 4.6 og 5.3.)

 

Sumir foreldrar telja að fagþekkingu og stuðning skorti í almennum námshópum. Sérkennsla utan almennrar kennslustofu er því í augum foreldra betri kostur fyrir börnin og leið til að tryggja þeim gæðamenntun. Sumt starfsfólk skóla telur að gera þurfi meira til að hjálpa foreldrum að átta sig á að aðstoð við einn nemanda í sérkennslu sé ekki alltaf áhrifaríkasta leiðin til að sinna „sérstökum“ þörfum.

 

Margir foreldrar nefna að mesti vandinn sem barn þeirra eigi við að glíma tengist ekki náminu, heldur félagslegum samskiptum: vinatengslum og leik við önnur börn. Foreldrum og starfsfólki skóla þykir almennir skólar ekki leggja næga áherslu á þessar hliðar á þátttöku barna í skólastarfi og áhuga á námi.

 

4.11 Eru foreldrar hafðir með í ráðum um ákvarðanir sem varða menntun barna þeirra?

 

Skoðanir á þessu málefni virðast mjög skiptar í skólasamfélaginu. Margt starfsfólk skóla telur að foreldrar séu hafðir með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar. For­eldrar eru þó oft á öðru máli og virðast líta áhrif sín að þessu leyti allt öðrum augum.

 

Þessi viðhorfsmunur kemur meðal annars fram í tengslum við þátttöku foreldra í gerð einstaklingsnámskráa. Hartnær tveir af hverjum þremur foreldrum sem svör­uðu netkönnuninni segja að sér gefist „að litlu leyti“ eða „alls ekki“ kostur á að hafa áhrif á námskrá barns síns og fylgja henni eftir. Um 45% kennara svara því til að ein­staklingsnámskrár stuðli „að litlu leyti“ eða „alls ekki“ að þátttöku foreldra í námi barnanna. Þrír af hverjum fjórum skólastjórnendum sem svöruðu könnuninni segja aftur á móti að einstaklingsnámskrár stuðli að slíkri þátttöku. Verulegur munur er á skoðunum foreldra, kennara og skólastjórnenda að því er varðar einstaklingsnám­skrár og þátttöku foreldra.

 

Með tengslakortunum sem gerð voru í sambandi við vettvangsrannsókn úttektar­innar var skoðað til hverra foreldrarnir sem þátt tóku í rannsókninni höfðu leitað nýlega vegna barns síns. Greining á tengslakortunum leiðir í ljós að ýmis dæmi eru um úrræði og formlegar leiðir sem foreldrar geta nýtt sér til þátttöku og til að sækja sér stuðning, og má þar nefna stuðningshópa og ráðgjafarþjónustu.

 

Svör foreldra voru þó afar mismunandi og virðist það benda til þess að misjafnt sé eftir sveitarfélögum hvaða þjónusta þeim býðst að þessu leyti. Hugsanlegt er að þátttaka foreldra og upplýsingagjöf til þeirra nægi ekki alltaf til að halda þeim upp­lýstum eða fullvissa þá um gæði menntunarinnar sem barn þeirra fær.

 

Greining á tengslakortunum staðfesti jafnframt að sumum foreldrum fyndist þeir ekki hafa engin tengsl við menntun barnsins. Foreldrar og aðrir sem rætt var við töluðu um „baráttu“ sem sumir foreldrar þyrftu að heyja, einkum til þess að tryggja að réttindi þeirra sjálfra og réttindi barnanna væru virt.

 

Samantekt

Niðurstöður í tengslum við 4. viðmið sýna að margt starfsfólk skóla segist fá ófull-nægjandi stuðning til að ígrunda og framkvæma dagleg störf sín með menntun án aðgreiningar að leiðarljósi. Á öllum stigum menntakerfisins má finna dæmi um um-bætur að því er varðar skipulag, námsefni, námsmat, kennsluhætti, námsaðstoð, tækifæri til faglegrar starfsþróunar fyrir alla þá sem vinna að menntamálum og árangursrík samskipti starfsfólks. Slík vinnubrögð hafa þó hvorki náð mikilli út-breiðslu né orðið föst venja í skólastarfinu. Tryggja þarf að þörfin á viðeigandi og árangursríkum stuðningi við skólastarf, bæði almennt og í einstökum aldurshópum, sé öllum ljós.

Þessar niðurstöður ríma að flestu leyti við atriðin sem íslenski starfshópurinn fjallaði um í skjalinu Gagnrýnið sjálfsmat, sjá 2. viðauka.

Mat á vísbendingunum er sem hér segir:

4.1 Vísbendingin Skólaþjónusta er starfrækt með það grundvallarmarkmið fyrir augum að styrkja nemendur, aðstandendur þeirra og kennara í starfi sínu í skólanum er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.2 Vísbendingin Allir skólar fá viðeigandi stuðning frá sérfræði- og skólaþjónustu til að veita þá þjónustu sem nemendur með einstaklingsbundnar námsþarfir þurfa á að halda er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.3 Vísbendingin Stuðningskerfið er vel samhæft og auðskiljanlegt er á því stigi að:

    vinna þarf að hefjast.

4.4 Vísbendingin Öllu starfsfólki er gefinn kostur á þjálfun við sitt hæfi til þess að tryggja að það geti brugðist við fjölbreyttum nemendahópi á jákvæðan hátt er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.5 Vísbendingin Nægilega vel er búið að skólaþjónustu á öllum skólastigum að því er varðar starfsfólk og fjárframlög til þess að unnt sé að fullnægja þörfum skóla og nemenda er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.6 Vísbendingin Nægilega greiður aðgangur er að greiningu í heilbrigðis- og velferðarkerfinu er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.7 Vísbendingin Skólastjórnendur geta haft forystu um að innleiða skólastarf án aðgreiningar er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.8 Vísbendingin Kennurum hefur verið skapaður sérstakur vettvangur til að hittast og deila reynslu sinni hver með öðrum er á því stigi að:

    vinna þarf að hefjast.

4.9 Vísbendingin Þeim sem annast faglega starfsþróun hefur verið skapaður sér-stakur vettvangur til að hittast, deila reynslu sinni hver með öðrum og stuðla að betri samhæfingu kennsluhátta er á því stigi að:

    vinna þarf að hefjast.

4.10 Vísbendingin Foreldrar skilja hugmyndirnar að baki stefnunni um menntun án aðgreiningar er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4.11 Vísbendingin Foreldrar eru hafðir með í ráðum um ákvarðanir sem varða menntun barna þeirra er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

4. viðmiðið í heild, Öllum í skólasamfélaginu, á öllum stigum kerfisins, sé gert kleift að ígrunda og framkvæma dagleg störf sín með menntun án aðgreiningar að leiðarljósi er á því stigi að:

    úrbóta er þörf.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum