Hoppa yfir valmynd

Byggðaáætlun 2014-2017

Þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017, fól í sér áherslubreytingar frá Byggðaáætlun 2010-2013. Meiri áhersla var á dreifbýli, úrbætur í fjarskiptum, orkuflutning og afhendingaröryggi, brothætt byggðarlög og samgöngur og stækkun þjónustu- og vinnusóknarsvæða. Þá var áhersla á stuðning við einstaklinga, fyrirtæki og nýsköpun og vaxtargreinar. Þá má nefna áherslu á skilvirkt stoðkerfi atvinnuþróunar og á dreifingu opinberra starfa og stefnumótun um opinbera þjónustu. Í áætluninni voru tilgreind tímamörk, ábyrgðar- og samstarfsaðilar fyrir hverja aðgerðartillögu ásamt kostnaðaráætlun. Loks má nefna áherslu sem birtist í breytingatillögu atvinnuveganefndar Alþingis um stuðning við uppbyggingu skógarauðlindar.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 22.11.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum