Hoppa yfir valmynd

Auðlindin okkar

Kynning á niðurstöðum

Lokaniðurstöður starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar voru kynntar þriðjudaginn 29. ágúst.  Hér að neðan er upptaka frá kynningunni.

Forsaga

Í lok maí 2022 skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Starfshóparnir eru Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri.

Í ljósi reynslu af vinnu við endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni á undanförnum árum og áratugum varð niðurstaða matvælaráðherra sú að beita þyrfti nýrri nálgun við þær fjölmörgu áskoranir og tækifæri sem eru í sjávarútvegi og snerta samfélagið allt með beinum og óbeinum hætti. Í stað einnar stórrar pólitískrar nefndar var komið á laggirnar opnu, þverfaglegu og gagnsæju verkefni fjölmargra aðila sem vinna með skipulegum hætti á kjörtímabilinu.

Fréttir

Tímaáætlun

Starfshópar skiluðu lokaniðurstöðum sínum til matvælaráðherra 29. ágúst 2023 og kynntu starfshóparnir lokaniðurstöður sínar sama dag. Skýrsla starfshópanna – sjálfbær sjávarútvegur og áform um lagasetningu voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í lok ágúst en umsagnarfresti lauk í lok september. Í ráðuneytinu stendur yfir vinna við að greina tillögurnar, vinna úr umsögnum um skýrsluna og áform um lagasetningu og undirbúa drög að lagafrumvarpi. Áætlað er að drög að nýjum heildarlögum liggi fyrir í nóvember 2023 og verði birt í samráðsgátt í kjölfarið.

Verkefnum starfshópanna er skipt í fjögur tímabil.
Smellið á mynd fyrir stækkun.


Upptökur frá fundum

Akureyri

Vestmannaeyjar

Eskifjörður

Ísafjörður

Ávarp Gunnars Haraldssonar, formanns starfshópsins Samfélag
Ávarp Eggerts B. Guðmundssonar, formanns starfshópsins Aðgengi
Ávarp Grétu Maríu Grétarsdóttur, formanns starfshópsins Umgengni
Ávarp Ingunnar Agnesar Kro, formanns starfshópsins Tækifæri

Samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu

Samráðsnefndin hefur yfirsýn yfir starf starfshópa og aðra þætti verkefnisins og er gert ráð fyrir að hún starfi til loka ársins 2023. 

Skoða gögn samráðsnefndar

Samráðsnefndin er þannig skipuð: 

  • Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, formaður
  • Ásmundur Friðriksson, tilnefndur af Sjálfstæðisflokki
  • Stefán Vagn Stefánsson, tilnefndur af Framsóknarflokki
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tilnefnd af Vinstrihreyfingunni- grænt framboð
  • Oddný Harðardóttir, tilnefnd af Samfylkingunni
  • Mörður Áslaugarson, tilnefndur af Pírötum
  • Hanna Katrín Friðriksson, tilnefnd af Viðreisn
  • Eyjólfur Ármannsson, tilnefndur af Flokki fólksins
  • Sigurður Páll Jónsson, tilnefndur af Miðflokknum
  • Jón Björn Hákonarson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Vífill Karlsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Ólafur Marteinsson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Arthur Bogason, tilnefndur af Landssambandi smábátasjómanna
  • Arnar Atlason, tilnefndur af Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda
  • Örvar Marteinsson, tilnefndur af Samtökum smærri útgerða
  • Páll Rúnar M. Kristjánsson, tilnefndur af Félagi atvinnurekenda
  • Valmundur Valmundsson, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands
  • Árni Sverrisson, tilnefndur af Félagi skipstjórnarmanna
  • Guðmundur Helgi Þórarinsson, tilnefndur af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna
  • Sigurbjörg Árnadóttir, tilnefnd af Náttúruverndarsamtökum Íslands
  • Auður Önnu Magnúsdóttir, tilnefnd af Landvernd
  • Sigrún Perla Gísladóttir, tilnefnd af Ungum umhverfissinnum
  • Gunnar Haraldsson, formaður starfshópsins Samfélag
  • Gréta María Grétarsdóttir, formaður starfshópsins Umgengni
  • Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður starfshópsins Aðgengi
  • Ingunn Agnes Kro, formaður starfshópsins Tækifæri
  • Kjartan Páll Sveinsson, tilnefndur af Strandveiðifélagi Íslands
  • Karl Gauti Hjaltason, tilnefndur af samtökum eigenda sjávarjarða
  • Arnar G. Hjaltalín, tilnefndur af Starfsgreinasambandi Íslands
Meðlimir í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu

Samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu ásamt gestum annars fundar nefndarinnar sem haldinn var 15. september 2022

Starfshópar

Starfshóparnir eru skipaðir samkvæmt sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frá 28. nóvember 2021. Þar kemur eftirfarandi fram í kafla um sjávarútvegsmál:

„Skipuð verður nefnd til að til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunar kerfisins. Nefndinni verði falið að bera saman stöðuna hér og erlendis og leggja fram tillögur til að hámarka möguleika Íslendinga til frekari árangurs og samfélagslegrar sáttar um umgjörð greinarinnar. Nefndin fjalli einnig um hvernig hægt er að auka gagnsæi í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi og þá sérstaklega meðal stærstu fyrirtækja landsins. Þá meti nefndin árangur af atvinnu- og byggðakvóta og strandveiðum til að styðja við atvinnulíf í landsbyggðunum.“

Þá er í stjórnarsáttmálanum einnig kveðið á um að flýta skuli eins og kostur er orkuskiptum í sjávarútvegi og stutt verði við öflugt styrkjakerfi, samstarf við háskólasamfélagið og stuðningsumhverfi rannsókna og þróunar til að stuðla að nýsköpun í sjávarútvegi og tengdum greinum.

Verkefnisstjórn matvælaráðuneytisins og formanna starfshópanna fjögurra mun funda reglulega um gang verkefnisins og með Samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu. Samráðsnefndin hefur yfirsýn yfir starf starfshópa og aðra þætti verkefnisins og er gert ráð fyrir að hún starfi til loka ársins 2023.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum