Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar um grunnmat starfa forstöðumanna ríkisstofnana

Skýringamynd á grunnmati starfa

Á myndinni eru dregnir fram fjórir meginþættir matsins. Störf forstöðumanna eru metin á samræmdan hátt og byggist matið á skriflegum gögnum um starfsemi viðkomandi stofnunar auk samskipta við hlutaðeigandi ráðuneyti og forstöðumenn. Í matinu felast því almennar og sértækar kröfur sem gerðar eru til forstöðumanna. Í grunnmatinu er ekki lagt mat á þann forstöðumann sem gegnir embætti hverju sinni eða frammistöðu hans.

Nánari upplýsingar um forsendur einstakra matsþátta eru í töflunni hér fyrir neðan.

Þekking

Breidd þekkingar I
Krafist er fyrst og fremst þekkingar á starfssviði stofnunarinnar sem er skýrt afmarkað.
Breidd þekkingar II
Krafist er þekkingar og yfirsýnar á víðu starfssviði og/eða þróun sviðsins á alþjóðlegum vettvangi. Getur falist í faglegu eftirliti með opinberum aðilum.
Breidd þekkingar III
Starfsemin nær yfir mjög vítt starfssvið og/eða stofnunin gegnir lykilhlutverki í samhæfingu faglegrar starfsemi aðila/eininga á starfssviðinu sem getur náð út fyrir landsteinana. Gildir einnig fyrir þær stofnanir þar sem krafist er mjög djúprar þekkingar.

Samskipti 

Upplýsingagjöf - samskipti út á við

Upplýsingagjöf I
Starfsemin er þess eðlis að hún krefst fyrst og fremst samskipta innan stofnunarinnar og/eða við afmarkaðan hóp hagaðila.
Upplýsingagjöf II
Stofnunin þarf að eiga frumkvæði í upplýsingagjöf og koma á samstarfi á starfssviði hennar hvort sem er innan lands eða erlendis. Getur falið í sér fræðsluhlutverk. Markhópur skýrt afmarkaður.
Upplýsingagjöf III
Stofnunin er leiðandi í upplýsingagjöf og þarf að eiga í samskiptum við fjöl­ breytilegan hóp sem krefst ólíkrar nálgunar. Getur falið í sér umfangsmikið fræðsluhlutverk.

Samskiptahæfni - Samskipti innan stofnunar og við notendur

Samskiptahæfni I
Krafist er góðrar samskiptahæfni stjórnenda, sbr. viðhalda góðum starfsanda, taka á erfiðum starfsmannamálum, samskipti við notendur, kvartanir o.þ.h.
Samskiptahæfni II
Eðli starfssviðs stofnunarinnar er þannig að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir haghafa. Þá kunna samskipti innan stofnunarinnar að vera krefjandi, t.d. vegna fjölda ólíkra faghópa.
Samskiptahæfni III
Eðli málaflokks er þannig að samskipti og úrlausn mála er krefjandi á öllum tímum, bæði inn á við og út á við. Um mikla hagsmuni er að ræða fyrir þá aðila sem stofn­ unin er í samskiptum við, t.d. í ljósi viðkvæmrar stöðu haghafa, og/eða margir ólíkir og krefjandi faghópar eru innan stofnunarinnar.

 Nýsköpun

Nýsköpun I
Stofnunin sinnir nýsköpun í innri starfsemi sem getur falið í sér þróun nýjunga á starfssviði hennar.
Nýsköpun II
Stofnunin hefur áhrif á það hvernig þróun og nýsköpun er háttað á víðtækum starfs­ sviðum og/eða á alþjóðavísu. Starfsemin felst að verulegu leyti í rannsóknum og þróun og að skapa nýjungar.
 
 
Frumkvæði að breytingum I
Stofnunin hefur fyrst og fremst frumkvæði að umbótum á eigin starfssviði.
Frumkvæði að breytingum II
Gert er ráð fyrir að stofnunin sé leiðandi í þróun starfssviðsins og fylgist vel með hvernig fagið er að breytast. Stofnunin þarf að hafa sterka raunhæfa framtíðarsýn og sjá fyrir breytingar í ytra starfsumhverfi, t.d. samfélagslegar, tæknilegar, eða umhverfislegar breytingar, og bregðast við í tíma.

Hlutverk

Sjálfstæði I Umboð til að bæta gæði starfseminnar en eingöngu umboð til ákvarðana samkvæmt lögum. Lýtur yfirstjórn ráðherra.
Sjálfstæði II Stofnun þar sem afskipti ráðherra eru lítil sem engin. Lýtur fjárhagslegu eftirliti ráðherra. Eðli málaflokks með þeim hætti að það þurfa að vera „eldveggir“.
   
Tegund stofnana I Stofnunin sinnir aðallega skilgreindri þjónustu, afgreiðslu eða stjórnsýslu.
Tegund stofnana II Kjarnastarfsemi stofnunar snýr að eftirliti og/eða ráðgjöf gagnvart borgurum eða stjórnvöldum.

 

Áhrif (bein)

Samfélagsleg áhrif I Starfsemi stofnunarinnar er afmörkuð, hefur ekki bein samfélagsleg áhrif og mögulega eru fleiri sem deila verkefninu.
Samfélagsleg áhrif II Starfsemi stofnunarinnar hefur fyrst og fremst áhrif á nærsamfélag eða afmarkaða hópa.
Samfélagsleg áhrif III Starfsemi stofnunarinnar hefur bein áhrif á samfélagið í heild eða umhverfisleg áhrif.
   
Áhrif á einstaklinginn I Stofnunin fjallar að takmörkuðu leyti um málefni einstaklinga og/eða lögaðila.
Áhrif á einstaklinginn II Ákvarðanir stofnunarinnar hafa áhrif á einstaklinga og/eða lögaðila án þess að stofnunin hafi verið í umfangsmiklum beinum samskiptum við þá.
Áhrif á einstaklinginn III Stofnunin sinnir beinni þjónustu við einstaklinga og/eða lögaðila sem snertir umtals­ verða hagsmuni þeirra, t.d. menntun, heilsu, félagslega þjónustu eða fjárhagslega hagsmuni.

Stjórnun stofnunar

Gæðastjórnun I Stofnunin ber ábyrgð á gæðakerfum fyrir eigin starfsemi en deilir ábyrgð á viðfangsefninu með öðrum stofnunum/embættum. Hefur svigrúm til að móta starfsemina, þ.e. ferla, innan ákveðins ramma.
Gæðastjórnun II Stofnunin ber lykilábyrgð á viðfangsefninu á landsvísu og ber ábyrgð á því að skilgreina og samhæfa ferla fyrir fleiri aðila. Almennir hagsmunir gætu verið í húfi og því þurfa gæðakerfi að virka vel, t.d. með tilliti til mannslífa eða útdeilingar og varðveislu fjármuna eða annarra verðmæta.

Ríkar kröfur eru gerðar til allra forstöðumanna um stjórnun og forystu. Þær kröfur sem gerðar eru til stjórnenda mótast þó í takt við eðli starfsemi hverrar stofnunar

Stjórnun I Starfsmenn stofnunarinnar eru fyrst og fremst hópur jafningja/sérfræðinga sem sinna sambærilegum verkefnum og/eða staðlaðri þjónustu.
Stjórnun II Stofnunin sinnir fjölþættri starfsemi og er skipt í deildir/svið/einingar sem hafa fjölbreytt hlutverk og millistjórnendur hafa mannaforráð.
Stjórnun III Stofnunin sinnir viðamiklu stjórnunar­ og leiðtogahlutverki. Starfsemi stofnunarinnar er fjölþætt, t.d. rannsóknir, þjónusta, eftirlit og ráðgjöf. Innan stofnunarinnar starfa ólíkir faghópar og þarf æðsti stjórnandi að leiða fólk áfram og beita mismunandi aðferðum til þess.
Stjórnun IV Innan stofnunarinnar er flækjustig stjórnunar umfram það sem fram kemur hér að ofan. Hópur notenda/skjólstæðinga er stór og krefjandi. Stofnunin gegnir forystuhlutverki í stórum málaflokki sem snertir stóran hluta landsmanna. Starfsemi stofnunarinnar er dreifð og samhæfing flókin.

Umfang

UmfangMetið út frá ríkisreikningi og byggist á rekstrartölum, fyrst og fremst launakostnaði og að hluta til öðru efnahagslegu umfangi.
Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum