Hoppa yfir valmynd
Mannanafnanefnd

Mál nr. 13/2017 Úrskurður 18. apríl 2017

Eiginnafn: Jónbjarni

Mál nr. 13/2017                     Eiginnafn: Jónbjarni

                                               

 

 

Hinn 18. apríl 2017 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 13/2017 en erindið barst nefndinni 13. febrúar.

Til að hægt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá þarf öllum skilyrðum 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn að vera fullnægt. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Nafnið skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977, um íslenska stafsetningu.

Í máli þessu reynir á skilyrði nr. tvö hér að ofan. Í athugasemdum um frumvarp til laga um mannanöfn frá 1995 segir að íslenskt málkerfi sé samsafn þeirra reglna sem unnið hafa sér hefð í íslensku máli. Þarna segir að skilyrðinu sé einkum ætlað að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Enn fremur komi skilyrðið í veg fyrir nýmyndanir sem brjóta í bág við íslenskar orðmyndunarreglur, t.d. þríliðuð nöfn eins og Guðmundrún, Guðmundpáll og Ragnhildmundur.

Nafnið Jónbjarni er sett saman af nöfnunum Jón og Bjarni sem eru bæði til sem sjálfstæð eiginnöfn. Til samanburðar má vísa til ýmissa líkra eiginnafna, s.s. Jónbjörn, Jóngeir og Jónþór en í þeim nöfnum fallbeygist aðeins síðari liður. Nafnið Bjarni er síðari liður í nokkrum nöfnum, s.s. Þórbjarni og Guðbjarni.

Eiginnafnið Jónbjarni  (kk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Jónbjarna og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Jónbjarni  (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira