Hoppa yfir valmynd
Lokið

Framvinda verkefnisins

Aðgerðinni er ætlað stuðla að því að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki ráðuneyta og stofnana þeirra. Þannig má fjölga störfum á landsbyggðinni og stækka það mengi sem stjórnendur á höfuðborgarsvæðinu hafa úr að velja við val á starfsfólki. Ráðuneytum og stofnunum hefur verið falið að skilgreina hvaða störf geta verið án sérstakrar staðsetningar þannig að þau megi vinna hvar sem er á landinu. Markmiðið er að 5% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án sérstakrar landfræðilegra staðsetningar fyrir árslok 2021 og í árslok 2024 verði hlutfallið komið upp í 10%.

Rýni og undirbúningi verkefnisins lokið haustið 2019. Komið hefur verið á fót verkefnisstjórn með tengiliðum við hvert ráðuneyti. Útfærður staðlaður texti fyrir atvinnuauglýsingar, Starfatorgi og mannauðskerfi breytt til skráningar á staðsetningu starfa. Eyðublöð fyrir starfagreiningu stofnana. Upplýsingaöflun um störf frá stofnunum og árleg tölfræði. Samkvæmt könnun meðal stofnana ríkisins á höfuðborgarsvæðinu, sem gerð var í febrúar 2020, var að þeirra mati hægt að auglýsa allt að 890 störf án staðsetningar, eða 13% starfa þeirra. Hlutfallið var mismunandi milli ráðuneyta, allt frá 2% og til 38%. Verið er að vinna skýrslu um stefnumálið sem verður gefin út á vormánuðum 2021.

Ábyrgð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Önnur ráðuneyti

Kafli

Sterkt samfélag

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum